Því miður verður opnu húsi aflýst á morgun 3. desember vegna Covid.
Íslenskan tekur hröðum breytingum og ýmsum veitist erfitt að fylgjast með nýyrðum og notkun þeirra.
Meðal breytinganna eru t.d. kynhlutlaus orð og orð sem notuð eru um kynsegin fólk, t.d. persónufornöfn.
Ásatrúarfélagið hefur boðið Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RUV að halda framsöguerindi um þessa málnotkun, en á eftir verða umræður og hugsanlega fyrirspurnir fundargesta.
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 4. desember kl. 16:00 í hofinu.
Fundurinn er opinn félagsmönnum meðan húsrúm leyfir.
Verðum því miður að tilkynna að blótinu verður aflýst í kvöld 01.12.22 vegna covidsýkingar.
Eddukvöld í kvöld kl 20:00! Haldið verður áfram að rýna í Hávamálin. Öll velkomin í hofið okkar og kaffi á könnunni!
Öll velkomin að kíkja á handverkskvöld í kvöld í hofið okkar! Kaffi á könnunni!
Málfarsfundur sunnudaginn 4. desember kl 16:00 í Hofinu.
Íslenskan tekur hröðum breytingum og ýmsum veitist erfitt að fylgjast með nýyrðum og notkun þeirra.
Meðal breytinganna eru t.d. kynhlutlaus orð og orð sem notuð eru um kynsegin fólk, t.d. persónufornöfn.
Ásatrúarfélagið hefur boðið Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RUV að halda framsöguerindi um þessa málnotkun, en á eftir verða umræður og hugsanlega fyrirspurnir fundargesta.
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 4. desember kl. 16:00 í hofinu, Menntasveig 15, en stefnt er að því að streyma honum einnig á Zoom.
Fundurinn er opinn félagsmönnum meðan húsrúm leyfir, en þau sem ætla að sækja fundinn í Hofinu eða á Zoom eru beðin að skrá þátttöku á; asatru@asatru.is
Fimmtudaginn næstkomandi verða haldin landvættablót í öllum landsfjórðungum.
Blótin hefjast öll kl 18:00 og verða sem hér segir;
—
Blót Bergrisans við Garðskagavita á Reykjanesi
Jóhanna Harðardóttir helgar blótið.
Kaffi eftir blótið verður á veitingastaðnum við Garðskagavita.
—
Blót á Hamarkotstúni á Akureyri
Ragnar Elías Ólafsson helgar blótið.
—
Landvættablót Griðungsins á Austurvelli á Ísafirði
Elfar Logi Haukdalsgoði helgar blótið.
Boðið verður upp á ís í brauðformi.
—
Blót Drekans fer fram á Þingskálum á Mýrum í Hornafirði
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir helgar blótið.
Kjötsúpa og kaffi heima hjá Guðlaugu í Þingskálum eftir blót.
—
Landvættablót á Þingvöllum.
Hilmar Örn Hilmarsson helgar blótið.
Heitt kakó verður með í ferðum.
Minnum á opið hús á morgun laugardag frá kl 14-16 í hofinu okkar að Menntasveigi 15. Öll velkomin að mæta og kynna sér starfsemina. Kaffi á könnunni!