Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Hljómsveitin Krauka í heimsókn í hofinu okkar sunnudaginn 28. apríl n.k.

Eftir Fréttir

Góðkunningjarnir í hljómsveitinni Krauka koma í heimsókn í hofið okkar sunnudaginn 28. apríl. Hljómsveitin Krauka er flestum kunn enda hafa þeir mætt og spilað fyrir blótum og í gamla húsnæðinu okkar í Síðumúla.

Núna á sunnudaginn kl 15:00 ætla þeir að koma í hofið í Öskjuhlíð þar sem þeir munu segja Kraukusögur og spila fyrir okkur. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi.

Sigurblót um landið allt sumardaginn fyrsta 25. apríl n.k.

Eftir Fréttir
Sigurblót um landið allt sumardaginn fyrsta 25. apríl næstkomandi.

———–

Sigurblót í Reykjavík. Fjölskyldufjör í og við hofið okkar í Öskjuhlíð. Blótið er helgað kl 14:00.

Sigurblót í Ásheimi í Skagafirði. Blótið er helgað kl 13:00. Pylsur og gos í kjölfar blóts.

Sigurblót við Blöndalsbúð á Egilsstöðum. Blótið er helgað kl 18:00. Valgeir Ægir Ingólfsson helgar blótið í fjarveru Baldurs. Kaffi og pylsur í boði.

Sigurblót í Ólafsfirði. Blótið verður haldið við menntaskólann og hefst kl 17:00.
Að blóti loknu verður boðið upp á kaffi á Kaffi Klöru.

Sigurblót á Hamarkotstúni á Akureyri kl 18:00. Ragnar helgar blótið.