Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Handverkskvöld 25.10.22!

Eftir Fréttir
Handverkskvöld annað kvöld 25. október klukkan 20:00. Við bjóðum aftur upp á örnámskeið í vattarsaumi fyrir þá sem vilja. Verðið fyrir námskeiðið er 3000 kr.
Kaffi á könnunni að venju og öll velkomin með sitt handverk.

Námskeið í vattarsaumi á handverkskvöldi! (18.10.22)

Eftir Fréttir

Námskeið í vattarsaumi á handverkskvöldi í kvöld kl 20:00 í hofinu okkar! Gjaldið er 3.000 fyrir hvern sem tekur þátt. Það þarf að taka með sér vattarsaumsnál og léttlopa. Þeir sem eiga ekki nál geta fengið lánaða nál hjá okkur í kvöld. Að venju verður kaffi á könnunni og öll velkomin!

Allsherjarþing 2022 (29. október 2022)

Eftir Fréttir
Allsherjarþing 2022.
Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins fyrir starfsárið 2021-2022 verður haldið í hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð að Menntasveigi 15 laugardaginn 29. október nk. kl. 14:00.
 
Allir félagsmenn velkomnir og hvattir til að mæta.
 
Verkefni þingsins eru þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu.
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
 
Til að komast að hofinu er best að leggja hjá Nauthóli eða á bílastæðinu við Háskóla Reykjavíkur. Ef illa gengur að finna hofið er hægt að hringja í síma 861-8633 til að fá nánari leiðsögn.

Veturnáttablót í Reykjavík 22. október

Eftir Fréttir

Veturnáttablót Ásatrúarfélagsins verður haldið 22. október sem er fyrsti vetrardagur.

Blótið hefst klukkan 20:00 við hofið okkar að Menntasveigi 15, og eru öll velkomin.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með að senda okkur skilaboð á asatru@asatru.is

Goðafundur 10. febrúar 2009

Eftir Fréttir

Goðafundur 10. febrúar 2009

Mættir: Jóhanna, Jónína, Hilmar og Árni.

Trúarbragðafræðsla í skólum

Í upphafi var rætt óformlega um trúarbragðafræðslu í skólum. Baldur er væntanlegur suður aðra helgi og rætt var um möguleikann á að hittast þá og ganga í það verkefni að undirbúa og skipuleggja útgáfu eins og lengi hefur verið í bígerð. Jóhanna og Jónína voru búnar að semja plagg um hvernig mætti haga verkum og einnig um umhugsunarefni fyrir goðana fyrir þann fund. Nú þarf að grafa það upp og senda aftur þar sem reikna má með að þetta sé fyrnt í tölvum. Skjaldið þarf að senda aftur út fyrir fundinn þegar af honum verður.

Kærleikur

Hilmar ætlar að vera fulltrúi Ásatrúarfélagsins á Vetrarhátíð í Reykjavík 14. Febrúar en þá verður svokölluð kærleiksganga um Tjörnina.

Kynning á siðfestufræðslunni

Rætt var um að einhvers konar kynningu á siðfestu þyrfti að koma í fjölmiðla á þessum árstíma þegar fermingarfræðslan stendur sem hæst hjá þjóðkirkjunni. Goðar fara fram á að félagið auglýsi kynningarfund á siðfestu – og siðfestufræðslu fyrir laugardaginn 28. febrúar, en þá verður Jóhanna með kynningu á siðfestu á opnu húsi.

Sumardagurinn fyrsti

Ketill Larsen hefur boðist til að skemmta krökkunum og jafnvel að vera með einhvers konar kennslu í töfrabrögðum á blótinu um daginn. Halldór Bragason verður að skemmta á Rúbín og stakk upp á að skemmtilegt gæti verið að halda blótið í Öskjuhlíðinni og tengja það veitingataðnum að einhverju leyti. Þetta blót verður að vanda fjölskylduvæn skemmtun um miðjan dag með grilli og leikföngum fyrir börnin.

Rætt um sumarstarfið

Goðum leist svo á að sennilega yrðu færri athafnir í sumar en verið hefur, amk sýnist svo nú miðað við bókanir. Aðeins var tæpt á blótum sem búið er að ákveða í sumar. Jónína stefnir að blóti á vorjafndægri, Jóhanna að Mógilsárblóti í endaðan maí, Árni hyggst fara norður og blóta þar og Baldur stefnir að sumarblóti sem enn hefur ekki fengið dagsetningu. Reynt verður að koma inn í Vorn sið tilkynningum um það sem þegar hefur verið ákveðið og eins er stefnt að því að koma tilkynningum sem fyrst á heimasíðuna.

Að lokum …

… nokkurt spjall um hofið góða sem allir bíða eftir í ofvæni. Dagdraumar um að reyna að koma amk upp einhvers konar blóthring í sumar til að eiga samastað.