Groðursetning í Baldurslundi

Eftir júní 5, 2018mars 30th, 2022Fréttir

Laugardaginn 16 júni stefnum við að því að gróðursetja fleiri plöntur í reit Ásatrúarfélagsins, Baldurslundi, við Þingnes í Heiðmörk klukkan 10:30. Góð stemming hefur myndast síðastliðin ár og við viljum hvetja alla áhugasama til að mæta. 

Nú er líka gaman að rifja upp ljóð sem Sveinbjörn Beinteinsson orti 1988:

Skógarhugur

Viður er tekinn að vaxa,
vörnum í sókn er snúið.
Gagnprýði grænna faxa
gróðurveldið er búið.
Færist þá fegri litur
fjörs og máttar á landið.
Ljúfur er laufaþytur,
ljóðið hans gáskablandið.

Verkliðnum vilji nægir,
vaxtarins ármenn glaðir,
sumur seigir og hægir,
sumir örir og hraðir.
Allir að einu starfi
erfiði sínu beina.
Djarft vill hinn dáðumþarfi
dug sinn og hæfni reyna.

Burt með bölvaðan kvíða,
berum nú merkið hærra.
Þá munu verða víða
vitni um afrek stærra,
stærra og miklu meira.
Menn eiga fyrst að trúa,
síðan að sjá og heyra.
Svo skal í haginn búa.

Leita má allra leiða,
lífið á margt að gefa.
Út skal boðskapinn breiða.
Burt með kjarklausann efa.
Finna það stöðugt fleiri,
fátt er jafnvíst og þetta.
Þá verður þjóðn meiri,
þá mun kjörgróður spretta.

12.07.1988