Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Goðahópurinn stækkar

Eftir Fréttir

Á nýafstöðnu þingblóti voru tveir goðar vígðir til embættis. Fjölgaði goðum Ásatrúarfélagsins þar með formlega úr sjö í níu – og þykir það aldeilis viðeigandi tala!
Andrea Ævarsdóttir, sem starfað hefur með félaginu af miklum krafti svo árum skiptir, tekur sér goðatitilinn Fljótamannagoði og Ragnar Elías Ólafsson, sem rifið hefur upp félagsstarfið á Akureyri ásamt góðum hópi fólks, tekur sér goðatitilinn Þveræingagoði. Voru þau bæði tilnefnd af Allsherjargoða og lögréttu, samþykkt af seinasta Allsherjarþingi og sóru þau eiðstafi sína á þingblóti félagsins á Þingvöllum þann 21. júní síðastliðinn. Megi gæfa fylgja þeim í starfi!

Ásatrúarfélagið gefur Landhelgisgæslunni fé til þyrlukaupa

Eftir Fréttir

TF-GNÃ

Fimmtudaginn 10. maí verður Landhelgisgæslunni afhentur þyrlusjóður sem stofnaður var í tilefni 40 ára afmælis Ásatrúarfélagsins.

Landhelgisgæslan hefur með eftirliti, leit og björgun stuðlað að öryggi sjófarenda og annarra landsmanna og verndað auðlindir þjóðarinnar við erfiðar aðstæður. Fyrir það nýtur Landhelgisgæslan virðingar og trausts allrar þjóðarinnar, segir í tilkynningu frá Ásatrúarfélaginu.

Fyrsta skip Gæslunnar var gufuskipið Óðinn sem kom til landsins árið 1926 og frá þeim tíma hafa skip og flugvélar hennar borið nafn norrænna goða og gyðja.

Í tilefni 40 ára afmælis síns fannst Ásatrúarfélaginu því við hæfi að leggja 1000 krónur frá hverjum félagsmanni í þyrlusjóð sem afhentur verður Landhelgisgæslunni til eignar án afskipta félagsins. Í framtíðinni er sjóðnum ætlað að vera vettvangur allra landsmanna til að efla öryggi lands og þjóðar. Gæslan setur reglur hans, en verndari sjóðsins verður Öldungaráðið, sem er félag starfsmanna LHG sem hættir eru störfum.

Afhending sjóðsins fer fram um borð í varðskipinu Þór kl. 14:30, en skipið verður þá komið til hafnar í Reykjavík eftir langa fjarveru.

Ásatrúarfélagið í miklum vexti

Eftir Fréttir

Félögum í Ásatrúarfélaginu fjölgaði um 251 á árinu 2011 og voru í upphafi þessa árs orðnir 1951 talsins. Mannfjöldaskýrslur á vef Hagstofu Íslands, sem ná aftur til ársins 1998, sýna vel vöxt félagsins sem hefur sjöfaldast að stærð á fjórtán árum:

  1. 280
  2. 304
  3. 353
  4. 515
  5. 570
  6. 636
  7. 787
  8. 879
  9. 960
  10. 1.040
  11. 1.154
  12. 1.275
  13. 1.402
  14. 1.700
  15. 1.951

Ekkert trúfélag óx jafn mikið hlutfallslega og Ásatrúarfélagið á árinu.

 

Ásatrúarfélagið1700195114,8
Félag múslima á Íslandi37041913,2
Utan trúfélaga140911580212,1
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan42747511,2
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan2182399,6
Fríkirkjan í Reykjavík872891434,8
Fríkirkjan í Hafnarfirði565358713,9
Óháði söfnuðurinn305331733,9
Búddistafélag Íslands9259492,6
Kaþólska kirkjan10207104552,4
Menningarsetur múslima á Íslandi2742750,4
    
Íslenska Kristskirkjan294293-0,3
Vegurinn658655-0,5
Þjóðkirkjan247245245456-0,7
Vottar Jehóva701696-0,7
Önnur trúfélög og ótilgreint1886918662-1,1
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi760751-1,2
Hvítasunnukirkjan á Íslandi20872045-2
Bahá'í samfélagið412403-2,2
Krossinn559515-7,9

Félagið hefur reynt að bregðast við þessu trausti með því að efla starfsemi sína, jafnt trúarlegar athafnir sem almennt félagsstarf. Eins hefur verið leitast við að bæta upplýsingjöf til félagsmanna og annarra, m.a. með þessari vefsíðu. Stærsta verkefnið framundan er svo bygging hofs á lóð félagsins í Öskjuhlíð en með tilkomu þess stórbatnar öll aðstaða til að efla félagið enn frekar.

Umfjöllun í þýsku sjónvarpi

Eftir Fréttir

Skjáskot úr þættinum

Þýska sjónvarpsstöðin ARD sýndi heimildarmynd um Ísland í gær, 11. desember.  Stór hluti þáttarins er helgaður íslenskri heiðni.  Fyrst er sýnt frá jólablóti, svo er Jóhanna Kjalnesingagoði sótt heim og loks fer hún með áhorfendum til Þingvalla og segir þeim frá mörgu fróðlegu.

Slóð að vefupptöku er http://www.ardmediathek.de/ard/servlet/content/3517136?documentId=9007082. Heiðni hlutinn hefst þegar tímalínan sýnir 15:36.

Skipt um trúfélag

Eftir Fréttir

Að gefnu tilefni skal bent á að ef einstaklingur vill að trúfélagsgjöld renni annað en þangað sem þau renna nú þegar þarf að ganga frá trúfélagaskiptum fyrir 1. desember. Annars renna þau til núverandi trúfélags allt næsta ár.

 

Hafir þú hug á að ganga í Ásatrúarfélagið þá getur þú smellt á tengilinn hér lengst til hægri á síðunni. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um það hvernig ganga má í félagið.

Ný lögrétta

Eftir Fréttir

Á Allsherjarþingi í gær voru kosnir tveir nýir lögréttumenn, þeir Bjarki Karlsson og Hallur Guðmundsson, og tveir varamenn, þær Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Lenka KováÅ•ová. Á brott hurfu þau Óttar Ottósson og Lára Jóna Þorsteinsdóttir. Bjarki hafði áður gegnt stöðu varamanns, auk Lenku sem var endurkjörin.

Nýskipuð lögrétta hefur skipt með sér verkum og er skiptingin eftirfarandi*:

Hallur Guðmundsson – lögsögumaður
Böðvar Þórir Gunnarsson – staðgengill lögsögumanns
Bjarki Karlsson – ritari
Hulda Sif Ólafsdóttir – gjaldkeri
Halldór Bragason – meðstjórnandi
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir – 1. varamaður
Lenka KováÅ•ová – 2. varamaður

Auk þess sitja í lögréttu Allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, og staðgengill hans, Jóhanna G Harðardóttir.

*Uppfært eftir lögréttufund 10. nóvember, þar sem samþykkt frá 30. október var endurskoðuð.

Vefstjórn

Eftir Fréttir

Á síðastliðnum lögréttufundum var vefstjórn nýja vefsins okkar komið á fót. Hana skipa:
Bjarki Karlsson
Hallur Guðmundsson
Haukur Bragason

*Uppfært eftir lögréttufund 10. nóvember, þar sem samþykkt frá 6. september var endurskoðuð.

Stefnulýsing samráðsvettvangs trúfélaga

Eftir Fréttir

Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni og samstarfsaðila þeirra er starfræktur á Íslandi. Reykjavík, þann 24. nóvember 2006. Tilgangur Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Slíkt næst ekki með því að samsinna hverju sem er eða láta hvað sem er gagnrýnilaust heldur með því að vera reiðubúinn til að hlusta á sjónarmið annarra, setja sig í spor þeirra og virða sjálfsákvörðunarrétt sjálfráða einstaklinga og trúfélaga.

Samráðsvettvangurinn veitir leiðtogum og fulltrúum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni tækifæri til að kynnast, stuðlar að málefnalegum samskiptum milli þeirra, liðkar fyrir miðlun upplýsinga og hjálpar þeim að ræða sameiginleg hagsmunamál á borð við aðgengi að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi og taka á vandamálum sem upp kunna að koma, svo sem í tengslum við einelti, óeirðir, styrjaldir, náttúruhamfarir eða slys. Þannig getur samráðsvettvangurinn stuðlað að auknu umburðarlyndi og virðingu meðal almennings, m.a. með því að hvetja til faglegrar trúarbragðafræðslu, árétta félagslegt vægi trúar, leiðrétta augljósar rangfærslur og vinna gegn fordómum og neikvæðri mismunun. Aðild Öll trúfélög sem fengið hafa skráningu hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og þannig myndað tengsl við ríkisvaldið hafa rétt á aðild að samráðsvettvanginum.

Óskráð trúfélög og lífsskoðunarfélög sem skírskota til trúar eða fullyrða um trúarleg efni án þess að kenna sig við trú geta sótt um aðild að samráðsvettvanginum en hún er komin undir samþykki fulltrúa allra sem þegar hafa öðlast aðild. Starfrækja má samráðsvettvanginn í samstarfi við óháð félagasamtök, nefndir og stofnanir. Skrifleg umsókn um aðild berist upplýsingafulltrúa samráðsvettvangsins sem mun kynna hana á fundi boðuðum innan þriggja mánaða og leita álits allra aðildarfélaganna. Úrsögn úr samráðsvettvanginum þarf einnig að vera skrifleg. Félög sem aðild eiga að samráðsvettvanginum geta sett fyrirvara á þátttöku sinni. Skipulag Hvert aðildarfélag tilnefnir einn fulltrúa með atkvæðisrétt og getur hann tekið með sér tvo aðra sem þátt geta tekið í fundum nema samið sé um annað.

Fulltrúar geta þó ekki bundið eigin trúfélög. Sé fulltrúinn ekki forstöðumaður eða úr stjórn viðkomandi félags þarf hann skriflegt umboð frá því. Samþykktir samstarfsaðilar á borð við óháð félagasamtök, nefndir, stofnanir eða ráðuneyti hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með tillögurétt en eru án atkvæðisréttar. Halda ber a.m.k. tvo fundi á ári. Samráðsvettvangurinn útnefnir upplýsingafulltrúa og ritara fyrir eitt ár í senn á fyrsta fundi hvers árs sem skal boðaður með minnst tveggja vikna fyrirvara. Upplýsingafulltrúinn tekur við aðildarumsóknum, boðar til funda, tekur saman tillögu að dagskrá, hefur samband við þá sem ekki geta mætt í tengslum við ákvarðanatöku og sendir út tilkynningar.

Ritarinn skrifar fundargerð sem senda ber út innan hálfs mánaðar frá fundi. Hvorki upplýsingafulltrúinn né ritarinn þurfa að vera úr röðum fulltrúa aðildarfélaganna en þeir hafa því aðeins atkvæðisrétt að þeir séu um leið fulltrúar sinna trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni. Fyrirvarar Samráðsvettvangurinn beitir sér aðeins fyrir þeim málefnum sem eining næst um milli aðildarfélaganna. Óheimilt er að gefa út yfirlýsingar í nafni samráðsvettvangsins sem ekki hafa verið samþykktar af öllum aðildarfélögunum. Virða ber að aðildarfélögin árétti sérstöðu sína í kenningarlegum efnum, boðun og starfsháttum.

Tilgangurinn er því ekki sameining trúarbragða í önnur ný heldur sá að stuðla að málefnalegum samskiptum, umburðarlyndi og virðingu. Sömuleiðis er tilgangurinn ekki sameiginlegt helgihald allra aðildarfélaganna. Sérhverju aðildarfélagi er hins vegar frjálst að efna til sameiginlegs helgihalds með öðrum þegar tilefni gefst og aðstæður leyfa, svo sem í tengslum við hjónavígslur fólks úr ólíkum trúarhópum, minningarathafnir eða áföll á borð við náttúruhamfarir og slys. Enda þótt samráðsvettvangurinn geti liðkað fyrir samskiptum ólíkra trúarhópa og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni, verður allt sameiginlegt helgihald aðeins í nafni viðkomandi aðildarfélaga sem það vilja en ekki vettvangsins.

Samráðsvettvangurinn getur ekki skuldbundið aðildarfélögin á nokkurn hátt. Ekki er heldur hægt að draga aðildarfélög til ábyrgðar á samráðsvettvanginum á orðum eða gjörðum einstakra meðlima þeirra. Ekki er hægt að breyta texta þessarar stefnulýsingar nema með samþykki aukins meirihluta aðildarfélaganna. Aðildarfélög og samstarfsaðilar

Eftirtalin trúfélög og lífsskoðunarfélög um trúarleg efni eiga aðild að samráðsvettvanginum:

  • Þjóðkirkjan
  • Fríkirkjan í Reykjavík
  • Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi
  • Fríkirkjan Vegurinn
  • Baháísamfélagið
  • Félag Múslima á Íslandi
  • Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
  • FFWU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna
  • Kaþólska kirkjan
  • Krossinn
  • Búddistafélag Íslands
  • Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík
  • Ásatrúarfélagið

Eftirtaldir samstarfsaðilar hafa rétt á áheyrnarfulltrúa með tillögurétt:

  • Alþjóðahús