Fornir fundir í lit-sýning í sal Ásatrúarfélagsins

Eftir október 15, 2015Fréttir

Elaine kynntist fyrst fornleifafræði 11 ára gömul. Hugur hennar heillaðist af listaverkum fyrri kynslóða sem þá voru þó aðeins vísindaverkefni í hennar augum og sneydd lífi, litum og tengingu við fólkið sem skóp þau.
Hún lagði upphaflega stund á landslagsmyndir en áhugi hennar á fornri list norrænna manna jókst stöðugt og ekki hvað síst áttu listaverkin í Gaukstaða- og Asebergskipunum þátt í því að hún söðlaði um í listsköpun sinni. Elaine hóf að lesa í söguna og táknin í þessum fornu myndverkum,  glæða þau lífi og lit á ný og greiða þeim leiðina til nútímamannsins.
Verk Elaine eru skemmtileg endurlífgun fornrar norrænnar myndlistar og allir eru velkomnir að koma og njóta í salnum okkar.