Gerður Kristný og Blóðhófnir

Eftir september 20, 2016Fréttir

Gerður Kristný heldur fyrirlestur um ljóðabálkinn sinn Blóðhófni, hér hjá Ásatrúarfélaginu, laugardaginn 24. september kl. 14:30. Gerður Kristný heillaðist ung að norrænni goðafræði og hefur oft vísað í hana í verkum sínum. Árið 2010 fékk hún íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabálkinn sem byggður er á Skírnismálum en þar er sögð sagan af Frey, Skírni og Gerði Gymisdóttur. Allir eru velkomnir.