Skip to main content

Girndarráð – fyrirlestur

Eftir nóvember 7, 2016Fréttir

Sella Pálsdóttir rithöfundur mun halda fyrirlestur í Síðumúla 15, næsta laugardag 12. nóvember kl. 14:30 um nýútkomna skáldsögu sína, Girndarráð. Sagan er byggð á Skáldhelgarímum.

Árið 1000 heillast Þorkatla og Helgi hvort af öðru og þrá ekkert fremur en að ganga í hjónaband. Faðir Kötlu er valdamikill og skapstór höfðingi sem meinar þeim að eiga í samskiptum. Þrályndi elskendanna, mótlætið í þjóðfélaginu og bráðlyndi Helga reyna á ástarsamband þeirra svo árum skiptir.

Skáldsagan Girndarráð litast af hugarfari Íslendinga á 11. öld, þar sem Ásatrú, galdrar, kristni og ástarmál stönguðust gjarnan á. Inn í skáldsöguna fléttast merkismenn sem voru samtíðarmenn Helga samkvæmt Íslendingasögum. Girndarráð er byggð á Skáldhelgarímum sem voru ortar eftir týndri sögu af Skáld-Helga. Rímurnar finnast í fornritum og voru samdar á 14. eða 15. öld.