Námskeið í landnámsklæðagerð fyrir karla og konur

Eftir nóvember 9, 2016Fréttir

Elín Reynisdóttir úr Rimmugýgi verður með námskeið í landnámsklæðagerð kl. 20:00 þriðjudaginn 15. nóvember  í Síðumúla 15.
Elín kemur með falleg efni á góðu verði og hægt er að byrja strax að sníða. Einstakt tækifæri til að koma sér upp flottum búningi sem endalaust má svo bæta við.
Frítt fyrir félagsmenn, en kr. 2.500 fyrir aðra. Skráning á skrifstofunni í síma 561-8633 og hér á facebook.