Hvað er á himni?

Eftir nóvember 21, 2016Fréttir

Margt í orðaforðanum á sér rætur í annarri menningu en nú ríkir og þar með í öðrum hugarheimi en við lifum í. Algengt dæmi um þetta er orðið eldhús um það rými í híbýlum og vinnustöðum sem nýtist til matreiðslu. Ekkert skilyrði er að eldur komi þar við sögu eins og var þó sjálfsagt mál í fornum hlóðaeldhúsum. Orðið hefur haldið sér en kemur stöðugt upp um rætur sínar í forneskjunni.