Landvættablót 1. desember 2016

Eftir nóvember 28, 2016Fréttir

Landvættablót verða haldin á fimm stöðum á landinu fimmtudaginn 1. desember og hefjast þau öll klukkan 18:00. Eftir blót býður félagið upp á kaffi eða kakó og spjall.
Blót bergrisans verður við Garðskagavita, nánar tiltekið við Röstina. Eftir blótið verður safnast saman á Röstinni.
Blót griðungsins verður við Glæsisskála í Grundarfirði. Eftir blótið verður farið á Kaffi Emil.
Blót arnarsins verður á Hamarskotstúni  á móti sundlaug Akureyrar.
Blót drekans verður við Fjörusteina á Fljótdalshéraði sunnan við norðurenda Lagarfljótsbrúar. Á eftir verður safnast saman á Bókakaffi.
Sameiningarblót verður við Lögberg á Þingvöllum.
Allir velkomnir.