Skip to main content

Goðafundur 20. júní 2007.

Eftir október 10, 2022Fréttir

Goðafundur 20. júní 2007

Útdráttur úr fundargerð

1. Þingvallablótið

Umræður og skipulagning blótsins á Þingvöllum þann 21. júní. Önnur mál: Blóthald landshlutagoða á næstunni: Fram kom að samtímis Þingvallablótinu á morgun 21. júní halda þeir sumarsólstöðublót, Eyvindur Vestfirðingagoði vestur á fjörðum og Baldur Freysgoði austur á landi. Haukur Reykjanesgoði hefur áætlað að halda blót í sumar en óvíst hveær. Jónína Vestlendingagoði heldur Vættablót um haustjafndægur þann 22. september.

2. Minningarskjöldur

Umræður um tillögu frá Jóhannesi Levý, um að reistur yrði minningarskjöldur í grafreit Ásatrúarfélagsins í Gufunesi, um ásatrúarmenn sem jarðsettir eru annarsstaðar. Ákveðið var að vísa málinu til Lögréttu. Umræður um goðorð og vinnuframlag goða.

Fundarritari: Jónína K. Berg