Skip to main content

Goðafundur 3. mars 2007

Eftir október 10, 2022Fréttir

Goðafundur 3. mars 2007

Útdráttur úr fundargerð

1. Verkaskipting goða vegna athafna og hjónavígslna

Fram kom að Tómas mun hafa lausan tíma í sumar og getur því tekið að sér að sjá um hjónavígslur.

2. Gjaldskrá vegna athafna sem framkvæmdar eru af goðum Ásatrúarfélagsins

Umræður um kostnað og vinnuframlag goða. Unnin var gjaldskrá sem liggja skal frammi á skrifstofu félagsins. Til viðmiðunar höfðum við gjaldskrá frá Dómsmálaráðuneytinu um aukaverk presta. Og gjaldskrá sýslumanna vegna hjónavígslna á þeirra vegum. Einnig rætt um hvort félagið kæmi til móts, með að taka þátt í kostnaði vegna siðfræðslu.

3. Kynningarmál

Umræður um siðfestu og að betur þurfi að kynna siðfræðsluna á heimasíðunni. Rætt um að goðar í landshlutum auglýsi skráningu til siðfræðslu hver á sínu landssvæði og hvort félagið komi á móts við auglýsingakostnað.

Fundarritari Jónína K. Berg