Haustblót í Hólminum

Eftir september 20, 2016Fréttir

Nýrækt er auðvelt að finna en keyrt er upp með kirkjugarðinum að skógræktinni og eru þar bekkir, borð og grillaðstaða í skjólgóðu rjóðri, svo að hver og einn getur haft meðferðis eitthvað gott á grillið eða annan kost að egin vali. Á staðnum verða glóandi kol, drykkir og pylsur.
Haustlitirnir eru uppá sitt besta og veðurhorfurnar lofa góðu.
Tendraður verður varðeldur, trommað, kveðið, spjallað og leikið sér.