Skip to main content

Íslenskar rúnir og rúnalæsi á Íslandi

Eftir maí 9, 2017Fréttir

Notkun rúnaleturs virðist í hugum flestra Íslendinga einskorðast við ristur með eldri eða yngri fúþark-stafrófi á minningarsteinum eða rúnasteinum í Skandinavíu, sem reistir eru í minningu einhvers, eða þá við galdratákn og kukl í íslenskum handritum. Þessi hátíðlega notkun á rúnum er þó ekki einkennandi fyrir notkun rúnaleturs eða rúnahefðina á Íslandi – rúnir virðast hafa verið mikilvægur hluti af hversdagslegu lífi manna hér á öldum áður. Rúnir voru notaðar alla jafna fram til 1900 á Íslandi, við hin ýmsu tilefni og lifðu með þjóðinni þrátt fyrir mótbárur kirkjunnar. Þær voru ódrepandi þáttur í íslenskri menningu, en svo virðist sem alger viðsnúningur hafi orðið í þeim efnum. Íslendingar þekkja ekki lengur sína rúnahefð, hafa glatað henni og gleymt. Hér verður því farið yfir sögu hinnar íslensku rúnahefðar, varðveittar rúnaristur á Íslandi og helstu tegundir ristna hérlendis.