Þingblót á Þingvöllum 22. júní

Eftir júní 14, 2017Fréttir

Þingblót verður haldið fimmtudaginn 22. júní 2017. Blótið verður helgað stundvíslega  kl. 20:00 við Lögberg. Eftir helgistundina verður gengið niður að tjaldborg á Völlunum þar sem blótveislan fer fram. Grill verða á staðnum, pylsur handa börnum og ýmislegt sér til gamans gert. Allir velkomnir.