Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lagabreytingatillögur

kæru félagsmenn, athygli er vakin á því að Lögrétta leggur til eftirfarandi lagabreytingar á lögum félagsins:
 
2. grein
 
2. gr. sem nú hljóðar svo: “Siðareglur félagsins er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
Verði:
“Inntak vors siðar er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
---
6. grein
 
6. gr. sem nú hljóðar svo:“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er ósiður.”
Verði:
“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er óþarft.”
---
 
25. grein
 
25 gr. sem nú hljóðar svo: “Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
Til allsherjarþings skal boðað í fréttarbréfi til félagsmanna minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldið á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
Verði:
“Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
 
Til allsherjarþings skal boðað í Vorum sið og auglýsa skal það á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldin á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
---
 
37. grein
 
37. gr. sem nú hljóðar svo: “Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega í fundarboði til Allsherjarþings, ásamt greinargerð sem skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”
Verði:
“Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir Allsherjarþing. Breytingartillögur skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”