Staðsetning blóta breytist vegna veðurs

Eftir desember 1, 2015Fréttir

Sameiningarblótið sem átti að vera á Þingvöllum í dag, 1. desember kl. 18:00, verður fært í Öskjuhlíðina hjá minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði mun helga blótið.

Landvættablótið sem halda átti í Víkingaheimum í Keflavík fellur niður.

Landvættablótið sem átti að vera í Einkunnum í Borgarnesi verður fært í Hafnarskóg, við sumarbústað Jónínu K. Berg Vesturlandsgoða. Nánari upplýsingar um staðsetningu er í síma 865-2581.