Rýnt í rúnir

Eftir desember 10, 2015Fréttir

Listakonanan Sigrún Lára Shanko mun opna sýningu í sal Ásatrúarfélagsins, laugardaginn 12. desember kl. 13:00. Sigrún sérhæfir sig í textílmálun á silki og hefur einbeitt sér við að finna sinn eigin stíl í þeim efnum en viðfangsefni hennar eru hinar fornu Eddur. Hún hefur líka undanfarin ár hannað gólf- og veggteppi úr íslenskri ull sem vakið hafa verðskuldaða athygli um allan heim. Á sýningunni sýnir Sigrún silkiverk úr Völuspá, Ragnars sögu loðbrókar og Sigurdrífumálum. Listamaðurinn mun segja aðeins frá sér og sínu og hvar hún leitar að innblæstri. Léttar veitingar verða í boði og allir eru hjartanlega velkomnir.