NÍU NÆTUR

Eftir desember 29, 2015Fréttir

NÍU NÆTUR
Fögnum hækkandi sól. Hátíðablót Ásatrúarfélagsins við Garða á Akranesi verður haldið á gamlársdag 31. desember kl. 16:00.
Níu nóttum frá sólstöðum helgum við sólinni, Frey og Gerði Gymisdóttur hátíðastund við eld í hringnum bakvið safnahúsið á Görðum. Eftir athöfnina verður boðið upp á heitan drykk í stúkuhúsinu. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði helgar blótið og listakonan Elaine ní Cuana sér um tónlistina. Allir eru velkomnir!