Þorrablót Ásatrúarfélagsins

Eftir janúar 14, 2016Fréttir

Þorrablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á bóndadaginn 22. janúar í sal flugvirkjafélagsins Borgartúni 22.
Í boði er alvöru þorramatur frá Soho.
Gunnar Hrafn Jónsson skemmtir og hjónin Ragnar Ólafsson Þveræingagoði og Urður Snædal flytja minni karla og kvenna.
Eyvindur P. Eiríksson kveður drápu og Kári og Sigurboði flytja Völuspá.
Húsið opnað kl 19:30 og blót helgað kl. 20:00.
Blóttollur er kr. 6.500
Hægt er að kaupa miða á skrifstofunni eða greiða miðaverð inn á reikning félagsins: 0101-26-011444, kt. 680374-0159 í síðasta lagi miðvikudaginn 20. janúar.
ATHUGIÐ: Ekki er hægt að kaupa miða við innganginn og ekki verður bókað inn á blótið eftir 20. janúar. Miðar greiddir inn á bankareikning eftir 20. janúar verða endurgreiddir.