Síðustu dagar sýningarinnar Rýnt í rúnir

Eftir febrúar 26, 2016Fréttir

Listakonan Sigrún Lára Shanko verður á morgun á opnu húsi félagsins, frá kl. 14:00 til 16:00. Sigrún mun ræða við áhugasama gesti og gangandi um textílverkin sín sem prýða veggi félagsins. Þeir sem hafa ekki séð þessi fallegu textíllistaverk sem fjalla um Völuspá og Sigurdrífumál, ættu sannarlega að leggja lykkju á leið sína og kíkja við í Síðumúla 15. Kaffi og meðlæti verða á boðstólum. Allir eru velkomnir.