Ný lögrétta

Eftir nóvember 5, 2014Fréttir

Á allsherjarþingi, laugardaginn 1. nóvember , var kjörið í nýja lögréttu Ásatrúarfélagsins. Fjölmargir buðu sig fram og ber það þess merki að sífellt fleiri hafa áhuga á að koma að starfi félagsins. Kosið var um sæti Sigurlaugar Lilju Jónasdóttur, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, Huldu Sifjar Ólafsdóttur og Hrafnhildar Borgþórsdóttur. Kosningar fóru svo að Hulda Sif Ólafsdóttir var endurkjörin, Urður Snædal og Lenka KováÅ™ová  koma nýjar inn í lögréttu. Fráfarandi varamenn voru Silke Schurack og Teresa Dröfn Njarðvík. Nýkjörnir varamenn eru Silke Schurack og Sigurboði Grétarsson

Á fyrsta fundi lögréttu, sunnudaginn 2. nóvember – sem jafnframt var opinn, var skipað svo í embætti:

Lögsögumaður: Hallur Guðmundsson
Staðgengill lögsögumanns: Kári Pálsson
Gjaldkeri: Hulda Sif Ólafsdóttir
Ritari: Urður Snædal
Meðstjórnandi: Lenka KováÅ™ová
1. varamaður: Silke Schurack
2. varamaður: Sigurboði Grétarsson

Fyrir hönd goða sitja í lögréttu
Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði
Jóhanna G. Harðardóttir, staðgengill allsherjargoða