Þingblót á Þingvöllum 23. júní

Eftir júní 16, 2016Fréttir

Þingblót Ásatrúarfélagsins verður haldið á þórsdag í tíundu viku sumars við Lögberg á Þingvöllum.
Allsherjargoði helgar blótið kl. 18:15 og þegar athöfninni lýkur göngum við saman niður á vellina, grillum og gleðjumst saman.
Félagið mun reisa tjaldborg í skjóli furanna á völlunum eins og áður og félagið sér um að koma grillaðstöðu í gagnið, sem allir gestir geta nýtt sér að vild. Mælt er með að fólk taki með sér mat sem þarf ekki langan eldunartíma því margir þurfa að nota grillin. Börn fá pylsur í boði félagsins og sungið verður saman og spjallað. Allir velkomnir!