Skip to main content

Tilnefningar óskast í laganefnd

Eftir nóvember 8, 2024Fréttir

Á síðustu tveimur allsherjarþingum hafa verið samþykktar lagabreytingatillögur sem núverandi lögsögumaður hefur lagt fram í samráði við lögréttu. Á síðasta ári var fyrirkomulagi kosninga breytt og í ár komu tillögur frá goðaþingi sem lutu að starfi goða innan félagsins.

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á allsherjarþingi síðasta laugardag:

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins felur lögréttu að halda áfram yfirfara lög félagsins og kallar eftir því að fá á næsta Allsherjarþingi tillögur um að félagið taki upp starfs- og siðareglur og að með þeim setji félagið sér reglur um meðferð trúnaðarmála. Einnig felur allsherjarþing lögréttu að skipa laganefnd og gera almennum félagsmönnum kleift að taka sæti í henni.

Í samræmi við þessa ályktun er hér með auglýst eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi slíkrar nefndar. Senda skal tillögur á logsogumadur@asatru.is. Frestur til að skila inn er til 5. desember næstkomandi.