Vorjafndægrablót á Vesturlandi

Eftir mars 17, 2017Fréttir

Vorjafndægrablót á Vesturlandi verður haldið sunnudaginn 19. mars kl 16:00 í Einkunnum sem er fólkvangur og útivistarsvæði skammt ofan Borgarness.
Blótið verður helgað vönum og vættum vorsins og goðmögnum gróandans. Lyftum horni og fögnum lengri sólargangi og komandi vori! Allir velkomnir.
Til Einkunna liggur 3,5 km vegur af þjóðvegi nr 1 við hesthúsahverfið aðeins fyrir ofan Borgarnes.
Upplýsingar hjá Jónínu K. Berg Þórsnessgoða í 865-2581