Þórey Mjallhvít kynnir Ormhildarsögu

Eftir mars 7, 2017Fréttir

Jöklar heimsins hafa bráðnað og undan þeim skriðu allir óvættirnir úr þjóðsögunum. Eftirlifendur kúldrast á eyjum í sífelldum ótta við að verða étin. Breiðholtseyja er höfuðborg Fróneyja, þar má finna einu stofnanirnar frá gamla þjóðveldinu. KGRR, Kukl og galdra rannsóknarsetur ríkissins, var stofnað til að bregðast við þessari ævafornu, en þó nýju, vá þegar að flæddi yfir bakka Íslands. Ævintýrið hefst þegar Ormhildur, starfsmaður KGRR, finnur galdraseið sem að getur fryst jöklana á ný og frelsað heiminn úr klóm næturskrímsla. Eini hængurinn er að seiðurinn þarf að vera framkallaður á tindi Heklu, langt í burtu, yfir auðn og haf.