Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Mikið um að vera í hofinu í Öskjuhlíð helgina 13-14. desember.

Eftir Fréttir

13. desember.
Stefán Pálsson ætlar að halda erindi í hofinu á morgun laugardag um útgáfusögu Goðheimabókanna.

Nánar hér: https://asatru.is/godheimahringnum-lokad-fyrirlestur-13-desember/

Húsið opnar kl. 14:00 og er öllum frjálst að mæta.

Ókeypis aðgangur.

Fyrirlestrinum verður einnig streymt á facebook-síðu félagsins.

 

 

 

 

14. desember.
Ása Hlín Benediktsdóttir mætir til okkar og kynnir bókina Hallormsstaðaskógur: söguljóð fyrir börn með upplestri en bókin sækir m.a. í norræna goðafræði.

Hver veit nema lagarfljótsormurinn verði með í för?

Þá bjóðum við einnig upp á jólaföndur fyrir börnin, þar sem við málum köngla og föndrum saman, boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Aðgangur er ókeypis og öllum frjálst að mæta. Húsið opnar klukkan 14:00

Miðasala í jólablótsveisluna 21. desember er hafin.

Eftir Fréttir

Jólablótsveisla Ásatrúarfélagsins 2025 verður haldin í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla) á vetrarsólstöðum sunnudaginn 21. desember næstkomandi.

Húsið opnar kl. 19:00.

Minnum á að tryggja sér miða sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi sæta er í boði. Miðasölu lýkur föstudaginn 19. desember kl. 16:00.

Blótgjaldið er 7.000 kr fyrir félagsmenn og 1.000 kr fyrir börn 12 ára og yngri.

Almennt verð er 9.500 kr utan félags.

Til að tryggja sér miða þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633 milli kl. 13-16 á virkum degi.

Tilkynna þarf fjölda fullorðina og barna og greiða svo annað hvort í gegnum posa á skrifstofu félagsins eða með millifærslu. Skrifstofan veitir upplýsingar um bankaupplýsingar fyrir millifærslu.

Einnig verður boðið upp á vegan veisluborð og verður fólk að láta vita hvort það vilji veganveislu þegar miði er pantaður.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Armbandagerð til stuðnings Krafts á handverkskvöldi í kvöld! (Þriðjud. 9. des).

Eftir Fréttir
Kæra handverksfólk!

Höfum tekið að okkur að aðstoða Kraft stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við ætlum að setja saman armbönd fyrir Kraft á handverkskvöldinu í kvöld sem þau munu nota í fjáröflunarátak á næstunni.

Við bjóðum alla velkomna í kvöld í hofið okkar í kaffi, spjall og armbandagerð fyrir gott málefni.
Hlekkur á handverksviðburðinn: Handverkskvöld 9. des

Jólablót á Íslandi 21. desember 2025

Eftir Fréttir
Jólablót á Safnasvæðinu á Akranesi kl. 18:00.

Anna Leif Leirárgoði og Jóhanna Kjalnesingagoði helga blótið. Jóhanna segir okkur jólasögu heiðingja og síðan verður boðið upp á léttar veitingar í Stúkuhúsinu í kjölfar blóts.

Jólablót í Þingskálum í hornafirði kl. 14:00.

Vetrarsólstöður verða sunnudaginn 21. desember. Þeim verður fagnað með blóti í Þingskálum og blótgestum boðið í bæinn eftir blót. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Þingskálagoði helgar blótið.

Jólablót í Ásheimum í Skagafirði kl. 18:00.

Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið. Grillið verður heitt og gosið kalt. Taka með sér á grillið, verkfæri á staðnum.

Jólablót á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 18:00.
Ragnar Ólafsson Þveræingagoði helgar blótið en að því loknu verður boðið upp á kakó og smákökur.

Jólablót fer fram á vetrarsólstöðum 21. desember við Ferjusteina (við Lagarfljótsbrú) og hefst kl. 18:00.
Baldur Freysgoði helgar blótið. Að blóti loknu er boðið til Pálínuboðs í Fjárhúsunum Kauptúni 3. Fellabæ.

Jólablót í Öskjuhlíð í Reykjavík kl 18:00.
Jólablót Ásatrúarfélagsins í Reykjavík verður haldið kl. 18:00 í hofskálinni í hofi Ásatrúarfélagsins. Best er að koma tímanlega gangandi frá Nauthólsvík. Í kjölfar blóts verður haldið til blótveislu í Sal Garðyrkjufélags Reykjavíkur (miðasala auglýst sérstaklega og hefst þriðjudaginn 9. desember).

Dagbók Ásatrúarfélagsins 2026 – til sölu

Eftir Fréttir
Dagbókin er komin fyrir árið 2026. Hún er í stærðinni 26,5 x 21,2 cm og með merki Ásatrúarfélagins fyrir neðan miðju.
Hægt er að versla eintak í hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð á opnunartíma skrifstofu milli kl. 13 og 16.
Einnig er hægt að óska eftir því að fá dagbók senda með pósti. (Vinsamlegast sendu póst á skrifstofa@asatru.is með heimilisfangi ef þú villt fá bókina senda og við getum boðið upp á greiðslu með millifærslu).
Bókin kostar 6.000 kr (sendingargjald ekki innifalið)

Óskað er eftir fulltrúum í laganefnd Ásatrúarfélagsins.

Eftir Fréttir

Óskað er eftir fulltrúum í laganefnd Ásatrúarfélagsins.

Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir lög og starfsreglur félagsins og gera tillögur að viðeigandi úrbótum þar sem félagið hefur vaxið og dafnað síðan lögin voru samin og grunnur lagður að félaginu.

Viðkomandi þarf að vera félagi í Ásatrúarfélaginu, lögráða og sjálfráða. Einnig er kostur að viðkomandi hafi þekkingu á félagsmálum og þeirri lagaumgjörð sem því fylgir.

Laganefnd er skipuð af allsherjargoða og lögréttu og situr til næsta allsherjarþings þegar kosið verður í nýja nefnd.

Áhugasömum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið skrifstofa@asatru.is