Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Siðfræðsla 2021

Eftir Fréttir

Upplýsingar um siðfræðsluna 2021:

Nú styttist í að siðfræðsla Ásatrúarfélagsins fyrir heiðna fermingu hefjist. Tímarnir munu fara fram á netinu (gegnum Zoom-fjarfundabúnaði og/eða netpósti).

Siðfræðslan fer fram eftirtalda daga:

  • Kynningarfundur: Laugardag 30. janúar.
  • Fræðslufundir: Laugardag 6. febrúar, laugardag 13. febrúar, laugardag 6. mars, laugardag 13. mars og verður tilkynnt sérstaklega ef það breytist.

Allir tímar hefjast klukkan 13:00 og lýkur fyrir klukkan 14:00.

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í siðfræðslu á asatru@asatru.is

Siðfræðsla 2021

Eftir Fréttir

Upplýsingar um siðfræðsluna 2021:

Nú styttist í að siðfræðsla Ásatrúarfélagsins fyrir heiðna fermingu hefjist. Tímarnir munu fara fram á netinu (gegnum Zoom-fjarfundabúnaði og/eða netpósti).

Siðfræðslan fer fram eftirtalda daga:

  • Kynningarfundur: Laugardag 30. janúar.
  • Fræðslufundir: Laugardag 6. febrúar, laugardag 13. febrúar, laugardag 6. mars, laugardag 13. mars og verður tilkynnt sérstaklega ef það breytist.

Allir tímar hefjast klukkan 13:00 og lýkur fyrir klukkan 14:00.

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í siðfræðslu á asatru@asatru.is

Jólablót 2020

Eftir Fréttir

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður og jól allra heiðinna manna. Nú tekur dag að lengja og framundan eru bjartari tímar.
Ásatrúarfélagið mun streyma jólablóti á fésbókarsíðu sinni kl 18:00 svo þeir sem hafa áhuga á að gleðjast á þessum tímamótum geti glaðst með okkur.

Jólablót 2020

Eftir Fréttir

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður og jól allra heiðinna manna. Nú tekur dag að lengja og framundan eru bjartari tímar.
Ásatrúarfélagið mun streyma jólablóti á fésbókarsíðu sinni kl 18:00 svo þeir sem hafa áhuga á að gleðjast á þessum tímamótum geti glaðst með okkur.

Vættablót 1. desember 2020

Eftir Fréttir

Landvættablót voru haldin í öllum landshlutum kl 18:00 þriðjudaginn 1. desember 2020.

Blót bergrisans var haldið á Suðurlandi af Hauki Bragasyni.
Blót griðungsins var haldið á Vesturlandi af Elfari Loga Hannessyni.
Blót arnarins var haldið á Norðurlandi af Sigurði Mar Halldórssyni.
Blót drekans var haldið á Austurlandi af Baldri Pálssyni.
Síðast en ekki síst var sameiningarblót haldið í Öskjuhlíð af Jóhönnu Harðardóttur.

Vegna fjöldatakmarkana voru blótin ekki auglýst og því engir blótgestir á staðnum eða blótveislur í kjölfarið svo blótin voru alls ekki með hefðbundum hætti og söknuðu goðar þess mikið.
Blótum á Vestfjörðum og úr Öskjuhlíð var streymt og eru þau á Facebook-síðunum ‘Vestfjarðagoðorð’ og ‘Hléseyjarblót’. 

Sjá nánar á Fésbókarsíðu félagsins.

Vættablót 1. desember 2020

Eftir Fréttir

Landvættablót voru haldin í öllum landshlutum kl 18:00 þriðjudaginn 1. desember 2020.

Blót bergrisans var haldið á Suðurlandi af Hauki Bragasyni.
Blót griðungsins var haldið á Vesturlandi af Elfari Loga Hannessyni.
Blót arnarins var haldið á Norðurlandi af Sigurði Mar Halldórssyni.
Blót drekans var haldið á Austurlandi af Baldri Pálssyni.
Síðast en ekki síst var sameiningarblót haldið í Öskjuhlíð af Jóhönnu Harðardóttur.

Vegna fjöldatakmarkana voru blótin ekki auglýst og því engir blótgestir á staðnum eða blótveislur í kjölfarið svo blótin voru alls ekki með hefðbundum hætti og söknuðu goðar þess mikið.
Blótum á Vestfjörðum og úr Öskjuhlíð var streymt og eru þau á Facebook-síðunum ‘Vestfjarðagoðorð’ og ‘Hléseyjarblót’.

Sjá nánar á Fésbókarsíðu félagsins.

Sólstafir tilvalin í jólapakkann

Eftir Fréttir

Nú fer jólahátíðin að nálgast og því ekki úr vegi að fara að huga að gjafahugmyndum. Á skrifstofu Ásatrúarfélagsins má m.a. nálgast til kaups bókina “Sólstafir, sagan um Frey og Gerði – Heiðin jólasaga fyrir börn á öllum aldri”. Höfundur er Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, og bókin er myndskreytt teikningum eftir Almar S. Atlason.

Bókin kostar kr. 3500 og ágóði af sölu hennar rennur í hofsjóð.

Vetraranáttablót 2020

Eftir Fréttir

Vetrarnáttablót í Reykjavík, sem fyrirhugað var að hafa þann 24. október næstkomandi, verður því miður ekki haldið að þessu sinni, þar sem samkomutakmarkanir vegna COVID þrengja að slíkum samkundum.   

Við vonum að félagsmenn sýni þessu skilning, kveiki á kertum í sínum eigin húsakynnum og njóti fyrsta dags vetrar þótt tímar séu fordæmalausir.

Kynningarfundur vegna siðfræðslu 2020-2021

Eftir Fréttir

UPPFÆRT 20/10 2020: Kynningarfundur vegna siðfestu mun verða haldinn eftir að núverandi takmörkunum verður aflétt, þ.e. eftir 3. nóvember. Nánari upplýsingar berast síðar.

Næsta vetur býður Ásatrúarfélagið að venju upp á fræðslu fyrir siðfestuathafnir (heiðna fermingu).

Kynningar- og skráningarfundur verður laugardaginn 24. október nk. að Síðumúla 15. Honum verður þrískipt í ljósi núverandi samkomutakmarkana og hámark 20 manns sitja hvern fund.

Fundirnir verða haldnir kl. 11, kl. 12 og kl. 13 og eru siðfestubörn og foreldrar/forráðamenn þeirra velkomin.

Skrá hér á kynningu kl. 11

Skrá hér á kynningu kl. 12

Skrá hér á kynningu kl. 13

Skráning í sjálfa siðfræðsluna er þegar hafin og verður opin út desember. Skráð er í gegnum þetta form 

Sjá viðburðinn á Facebook