Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Á döfinni hjá Ásatrúarfélaginu í desember.

Eftir Fréttir

Viðburðir Ásatrúarfélagsins í desember

  1. desember – Landvættablót í öllum landsfjórðungum kl. 18:00
  • Dalverjagoði helgar blót í Víkurfjöru.
  • Þingskálagoði helgar blót við Óslandstjörn á Höfn í Hornafirði.
  • Haukadalsgoði helgar blót í Bolungarvík við Völuspárskiltið.
  • Þveræingagoði helgar blót á Hamarkotstúni á Akureyri.
  • Landvættablót í Almannagjá á Þingvöllum.

Nánari upplýsingar um landvættablótin í eru hér á vefsíðunni undir liðnum dálknum „Fréttir“.

 

Fyrirlestrar í hofinu í Öskjuhlíð

  • 13. desember – Stefán Pálsson heldur erindi um útgáfusögu Goðheimabókanna.
  • 14. desember  – Ása Hlín Benediktsdóttir kynnir bókina Hallormsstaðaskógur. Einnig verður jólaföndur fyrir börnin ásamt heitu kakó og piparkökum.
  • 20. desember – Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, þjóðfræðingar á Ströndum, rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin.

Nánari upplýsingar um fyrirlestra eru hér á vefsíðunni undir liðnum dálknum „Fréttir“.

 

  1. desember – Jólablót Ásatrúarfélagsins
  • Jólablót á Akranesi kl. 18:00 í Stúkuhúsinu við Byggðasafnið.
  • Jólablót í Þingskálum í Hornafirði kl. 14:00.
  • Jólablót í Ásheimum í Skagafirði kl. 18:00.
  • Jólablót á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 18:00.
  • Jólablót við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú á Fljótdalshéraði kl. 18:00.
  • Jólablót í Öskjuhlíð í Reykjavík kl. 18:00. Í kjölfarið verður slegið til veislu. (Miðasala í veislu og nánari upplýsingar síðar).

Ítarlegar upplýsingar um jólablótin berast er nær dregur.

 

Fastir liðir 

  • Handverkskvöld og opin hús verða á sínum stað en raskast örlítið vegna anna í desember. Fylgist með á facebook eða www.asatru.is.

Gömlu íslensku jólafólin 20. desember hjá Ásatrúarfélaginu.

Eftir Fréttir

Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin í hofi Ásatrúarfélagsins 20. desember næstkomandi.

Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.

Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!

Þau feðgin gáfu einnig út bók um efnið núna fyrir jólin sem ber yfirskriftina Gömlu íslensku jólafólin: fróðleikur og ljótar sögur, og verða með hana með sér.

Húsið opnar kl 14:00 og er öllum frjálst að mæta. Best að mæta tímanlega til að fá sæti.

Barnadagskrá 14. desember á sunnudegi. Jólaföndur fyrir börn og kynning á bókinni Hallormstaðaskógur.

Eftir Fréttir
Ása Hlín Benediktsdóttir mætir í hofið okkar í Öskjuhlíð og kynnir bókina Hallormsstaðaskógur: söguljóð fyrir börn með upplestri en bókin sækir m.a. í norræna goðafræði.

Hver veit nema lagarfljótsormurinn verði með í för? Þá bjóðum við einnig upp á jólaföndur fyrir börnin, þar sem við málum köngla og föndrum saman, boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Aðgangur er ókeypis og öllum frjálst að mæta. Húsið opnar klukkan 14:00.

Goðheimahringnum lokað! Fyrirlestur 13. desember.

Eftir Fréttir

Laugardaginn 13. desember n.k. mun Stefán Pálsson sagnfræðingur og félagsmaður í Ásatrúarfélaginu halda erindi í hofinu okkar í Öskjuhlíð í tilefni útgáfu myndasögunnar Sýnir Völvunnar sem kom út á dögunum.

Myndasagan er fimmtánda og síðasta bókin í sagnaflokknum um Goðheima (danska: Valhalla) eftir Peter Madsen. Eftir langa bið er sagnaflokknum loksins lokað á íslensku. Þessar frábæru myndasögur hafa mótað hugmyndir heilu kynslóðanna um Æsi og norræna goðafræði.

Í erindinu verður fjallað um útgáfusögu þessara merkilegu dönsku myndasagna sem hófu göngu sína sem verkefni kornungra manna sem vildu búa til svar Dana við Ástríksbókunum eða Lukku-Láka en endaði í djúpri rannsókn á norrænum sagnaarfi.

Erindi Stefáns er ókeypis og opið öllum en húsið opnar kl 14:00. Það er takmarkað framboð af sætum svo best að mæta tímanlega.

Handverkskvöld 25. nóvember

Eftir Fréttir
Þá eru við byrjuð aftur með handverkskvöldin. Öllum er frjálst að mæta í kaffi, spjall og hannyrði í hofinu okkar í Öskjuhlíð þriðjudagskvöldið 25. nóvember í hofinu okkar í Öskjuhlíð.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Landvættablót Ásatrúarfélagsins 1. desember 2025

Eftir Fréttir
Landvættablót verða helguð í öllum landsfjórðungum 1. desember næstkomandi og hefjast þau á sama tíma eða klukkan 18:00.
—-
Dalverjagoði helgar blót í Víkurfjöru en hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn:
—-
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Þingskálagoði helgar blót við Óslandstjörn á Höfn í Hornafirði. Það verður boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir blót.
—-
Landvættablót Griðungsins verður haldið í Bolungarvík við Völuspáskiltið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði og smákökur að blóti loknu. Elfar Logi Haukadalsgoði helgar blótið.
—-
Landvættablót verður á Hamarkotstúni á Akureyri. Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði helgar blótið.
—-
Landvættablótið verður á sínum stað á Þingvöllum, nánar tiltekið í Almannagjá. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur eftir blót.
—-
Blótin okkar eru opin öllum.