Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Vor Siður komið út! Smellið til að forvitnast um hvernig hægt sé að næla sér í eintak.

Eftir Fréttir
Þá er blaðið okkar Vor Siður komið út en um er að ræða glæsilega afmælisútgáfu.
Viðmiðunargjald fyrir blaðið er 1000 kr ef keypt er upp í hofi Ásatrúarfélagsins, eða 1700 kr ef óskað er eftir að fá blaðið sent heim með Póstinum.
Frjálst er að greiða hærri upphæð en viðmiðunargjaldið, en öll umframgreiðsla mun fara beint í hofsjóð.
Til að panta blaðið með póstsendingu þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is. Þar þarf að koma fram hver greiðandi sé og á hvaða heimilisfang á að senda blaðið.
Til að greiða þarf að millifæra á eftirfarandi reikning:
0301-13-304692
680374-0159

Námskeið í gerð landnámsklæða 16-17. febrúar n.k.

Eftir Fréttir
Við verðum með tveggja daga námskeið í gerð landnámsklæða í hofinu okkar í Öskjuhlíð 16-17. febrúar næstkomandi, en handverkshópur félagsins stendur fyrir námskeiðinu.
Á föstudeginum 16. febrúar hefst fyrri hluti námskeiðsins klukkan 20:00 og verður til u.þ.b. 22:30.
Á laugardeginum 17. febrúar hefst seinni hluti námskeiðsins klukkan 17:00 og stendur til u.þ.b. 20:00.
Þátttakendur þurfa að koma með eigin efni með sér ásamt saumnálum og hörtvinna. Auðveldast er að byrja á hörflík og þá þarf að þvo efnið áður en það er sniðið og saumað úr því.
Efnisnotkun: kjóll (2 og ½ metri af efni), kirtill (1 og ½ metri af efni) og buxur (1 og ½ metri).
Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í námskeiðið svo vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst með að senda póst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633. Þátttökugjald fyrir námskeiðið er 10.000 krónur sem greiðist á námskeiðinu.
Þau sem vilja, geta fengið kynningu á námskeiðinu á Handverkskvöldi þriðjudaginn 6. febrúar yfir kaffibolla. Þar verður einnig hægt að skrá sig ef pláss enn leyfir.
Ef aðsókn fer yfir takmarkaðan fjölda verður námskeiðið endurtekið fljótlega.

Eddukvöld í kvöld (með ræmuívafi)

Eftir Fréttir
Víetnamvestrar og Fornsögurnar.
Little Bighorn og Brávallabardagi.
Dr. Strangelove og Doktor Godman Sýngmann.
Írónía að fornu og nýju.
Við skoðum kvikmynd vopnuð poppi og sódavatni.
Mæting kl 20:00 í kvöld í hofið okkar í Öskjuhlíð!

Minnum á námskeið í vattarsaumi þriðjudaginn 23. janúar

Eftir Fréttir
Þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi verður námskeið í vattarsaumi á Handverkskvöldi í hofinu okkar í Öskjuhlíð.
Verðið er 5000 kr fyrir hvern þátttakanda. Innifalin er nál en taka þarf með sér léttlopa sem er einfaldasta byrjunarbandið.
Þeir sem vilja skrá sig vinsamlegast senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is.
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með handverkshópnum okkar nánar hér:
https://www.facebook.com/handverkshopur.asatruarfelag