Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Laugardagurinn 9. desember – Opið hús og fyrirlestur

Eftir Fréttir
Laugardaginn 9. desember mun Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands flytja fyrirlesturinn “Grýla: upphaf og alþjóðlegt samhengi”.
Fyrirlesturinn mun skoða bakgrunn Grýlu í forn-íslenskum bókmenntum og þjóðsiðum annarra landa. Meðal annars verður rætt um elstu lýsingar á henni í Sturlungu, tengsl hennar við Sverris sögu, og hvernig hún tengist fornum dulbúningasiðum (en. guising/mumming traditions).
Einnig verður rætt um ættingja hennar Grýlu á Norðurlöndum og í germönskumælandi löndum fyrr og nú, og sérstaklega um Grýlu- og grölek-siði og vísur á Hjaltlandi og á Færeyjum, sem og hvernig hún birtist í bókmenntum William Heinesen.
(Ljósm. Art Bicnick).
Að loknum fyrirlestri verður slegið í dans þar sem forsprakkar Sagnavökuhóps Þjóðdansafélags Reykjavíkur leiða dans við Grýlukvæði.
Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan pláss leyfir og öllum er einnig frjálst að taka sporið með í dansinum eftir fyrirlesturinn

Jólablótsveisla Ásatrúarfélagsins 2023

Eftir Fréttir
Jólablótsveisla Ásatrúarfélagsins 2023 verður haldin í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 á Freyjudaginn 22. desember næstkomandi.
Húsið opnar kl 19:00.
Minnum á að tryggja sér miða sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi sæta er í boði.
Blótgjaldið er 4.500 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn 12 ára og yngri.
Til að tryggja sér miða þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 561-8633 milli kl 13-16 á virkum degi.
Tilkynna þarf fjölda fullorðina og barna og greiða svo annað hvort í gegnum posa á skrifstofu félagsins eða með millifærslu. Skrifstofan veitir upplýsingar um bankaupplýsingar fyrir millifærslu.
Einnig verður boðið upp á vegan veisluborð og verður fólk að láta vita hvort það vilji veganveislu þegar miði er pantaður.

Listi yfir Landvættablót föstudaginn 1. desember

Eftir Fréttir
Landvættablót föstudaginn 1. desember.
Landvættablótin verða haldin samtímis víða um landið á fullveldisdaginn.
Öll blótin hefjast klukkan 18:00.
Sameiningarblót á Þingvöllum:
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blót á Þingvöllum. Blótað verður við Lögberg ef færð leyfir.
Bergrisablót á Suðurlandi:
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blót við Garðskagavita. Kaffiveitingar á Röstinni á eftir.
Jökull Tandri Ámundason Dalverjagoði helgar blót við gistiheimilið Ásgarð. Kaffiveitingar á Valhalla Resturant á eftir.
Griðungsblót á Vesturlandi:
Elfar Logi Hannesson Haukadalsgoði helgar blót við Völuspárskiltið í Bolungavík. Súpa verður í Verbúðinni í Bolungarvík.
Jónína Kristín Berg Þórsnesingagoði helgar blót í Grundarfirði. Blótið verður haldið við Víkingaskálann á móti Sögumiðstoðinni. Heit súpa á boðstólum efir blót.
Arnarblót á Norðurlandi:
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði helgar blót á Hamarskotstúni á Akureyri.
Drekablót á Austurlandi:
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir helgar blót á Þingskálum, Hornafirði. Kaffiveitingar á eftir.
Öll velkomin!
May be an image of fire

Eftir Fréttir

Minnum á fyrirlesturinn: – Týndur og tröllum gefinn? : Glataður og „glataður“ sagnaarfur Íslendinga – sem haldinn verður á opnu húsi núna laugardaginn 25. nóvember kl 14:00 í hofinu okkar í Öskjuhlíð.

Allir velkomnir en takmörkuð sæti eru í boði og því best að mæta tímanlega. Fyrirlesturinn er á íslensku.

Fyrir þá sem ekki komast þá verður fyrirlestrinum streymt á facebook. Fyrir þá sem eru ekki með facebook að þá erum við að klára setja upp kerfi til að taka upp fyrirlestra. Hvort það verði komið í laggirnar fyrir laugardaginn er ekki alvíst, en við erum á lokametrunum með að setja það upp. Fyrirlestrar framtíðar munu því fara í heild sinni inn á youtube.

Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn:

Fyrirlestur og opið hús 25.11.23

Fyrsti tíminn í siðfræðslu sunnudaginn 26. nóvember!

Eftir Fréttir

Minnum á fyrsta tímann í siðfræðslu sunnudaginn 26. nóvember kl 13:00 í hofinu okkar í Öskjuhlíð.

Á sama tíma verður tími á ZOOM fyrir þá sem ekki komast í hofið. Til að skrá sig á ZOOM er best að senda okkur póst á skrifstofa@asatru.is fyrir kl 16:00 á föstudaginn kemur.

Það er enn hægt að skrá ungmenni í siðfestu hér:

https://docs.google.com/forms/d/1Qi1CK-_S0_3450r-UeP3veQdPWy-ZWtsNjoLoacieqQ/edit

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633.