Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Vor Siður – áminning

Eftir Fréttir
Minnum á að blaðið okkar Vor Siður er enn í sölu og er bæði hægt að nálgast það í hofi Ásatrúarfélagsins eða með heimsendingu.
Viðmiðunargjald fyrir blaðið er 1.000 kr ef keypt er upp í hofi Ásatrúarfélagsins, eða 1.700 kr ef óskað er eftir að fá blaðið sent heim með Póstinum.
Frjálst er að greiða hærri upphæð en viðmiðunargjaldið, en öll umframgreiðsla mun fara beint í hofsjóð.
Til að panta blaðið með póstsendingu þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is. Þar þarf að koma fram hver greiðandi sé og á hvaða heimilisfang á að senda blaðið.
Til að greiða þarf að millifæra á eftirfarandi reikning:
0301-13-304692
680374-0159

Fyrirlestur: Hálendi Íslands 16. mars n.k.

Eftir Fréttir
Laugardaginn 16. mars heldur Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, erindi um Hálendi Íslands, og segir meðal annars frá fyrirhuguðum framkvæmdum sveitastjórna þar og vernd svæðisins.
Þorgerður er menntaður jarðfræðingur frá Egilsstöðum sem hefur lagt fyrir sig náttúruvernd í sínum störfum. Hún var forseti Ungra umhverfissinna árið 2020-2021 og sótti svo meistaranám í leiðtogafræðum tengdum náttúruvernd við Háskólann í Cambridge veturinn 2021-2022. Hún gegnir nú hlutverki formanns Landverndar. Utan vinnu finnst Þorgerði gaman að syngja í kór og fara í fjallgöngur.
Erindið verður í hofi félagsins í Öskjuhlíð á opnu húsi og er öllum opið.

Námskeið í að ,,víravirkja steina” 12. mars kl 20:00

Eftir Fréttir

Þriðjudagskvöldið 12. mars næstkomandi verður haldið námskeið í virkja steina í vír til skartgripagerðar. Námskeiðsgjaldið er 7.000 krónur og innifalið er efni en fólk getur líka komið með eigin steina. Námskeiðið hefst klukkan 20:00 en til að skrá sig þarf að senda póst á skrifstofa@asatru.is.