Fyrsti fyrirlestur á nýju ári verður laugardaginn 28. janúar kl. 14:30
í Síðumúla 15, þegar Guðrún Ingólfs flytur erindið "Bara húsmóðir? Rýnt í bækur kvenna frá fyrri tíð".
Íslenskar konur áttu ekki kost á skólagöngu fyrr en seint á 19. öld og opinber embætti stóðu þeim ekki til boða. Þær urðu annaðhvort húsmæður eða vinnukonur. Til að varpa ljósi á eitt meginhlutverk kvenna á fyrri tíð verður kafað ofan í bók úr eigu eyfirskrar húsmóður á 18. öld. Hvað segir bókin um menntun hennar, menningarlegan bakgrunn og hlutverk í veröldinni?
Getur hent að viðhorf okkar nútímakvenna hafi villt okkur sýn á formæður okkar og um leið okkur sjálfar?
Guðrún Ingólfsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Allir eru velkomnir.