Þorrablót Ásatrúarfélagsins föstudaginn 20. janúar

Eftir janúar 11, 2017Fréttir

Þorrablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á bóndadaginn 20. janúar í sal Flugvirkjafélagsins Borgartúni 22. Veitingar verða í boði frá Soho og happdrætti að venju. Sigurboði og Kári skemmta gestum og Teresa les smásögu. Svo er aldrei að vita nema slegið verði upp í hringdans!
Húsið opnar kl 19:30 og blót helgað kl. 20:00. Blóttollur er kr. 6.500. Hægt er að koma á skrifstofuna sem er opin milli 13:30 og 16:00 og kaupa miða, hringja í síma 561-8633 eða senda póst á asatru@asatru.is í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 18. janúar.
ATHUGIÐ: Ekki er hægt að kaupa miða við innganginn og ekki verður bókað inn á blótið eftir 18. janúar.