Jólablót Óðinsdag 21. desember

Eftir desember 15, 2016Fréttir

Jólablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á vetrarsólstöðum á Óðinsdag, 21. desember. Blótið verður helgað í Öskjuhlíð, neðan vegslóðans við lóðina okkar stundvíslega kl. 18:00. Þar verður hin eina og sanna jólahelgi undir berum himni og eru allir hvattir til að mæta. Jólablótsveislan verður haldin í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni 22, húsið verður opnað kl. 19:30 og í boði er glæsilegt jólahlaðborð og kaffi á eftir. Allsherjargoði helgar blótið og börnin tendra jólaljósin og fá glaðning. Gunnar sjónhverfingamaður skemmtir börnum og fullorðnum. Jólahappdrættið verður á sínum stað. Blóttollur er kr. 4900 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn undir 12 ára aldri. Hægt er að kaupa miða í blótveisluna á skrifstofunni á opnunartíma, en einnig má greiða miðana í netbanka inná reikning 0101-26-011444 kt. 680374-0159. Miðar verða að vera greiddir ekki seinna en mánudaginn 19. des. Greidda miða má sækja við innganginn, en gæta verður þess að láta senda kvittun á asatru@asatru.is þar sem tilgreint er nafn greiðanda og nöfn gesta á hans vegum, bæði fyrir fullorðna og börn. ATH. miðar verða EKKI seldir við innganginn!