Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Allsherjarþing 2024

Eftir Fréttir

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2024 verður haldið í hofi félagsins að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð laugardaginn 2. nóvember kl 13:30. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.

Þá er hér með auglýst eftir framboðum í stjórn félagsins og varamönnum í stjórn, og einnig í önnur embætti sem kjörið er í á allsherjarþingi. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 26. október, en þeir sem bjóða sig fram til stjórnar en ná ekki kjöri geta þó boðið sig fram sem varamenn í stjórn á þinginu. Framboðum skal skila til kjörnefndar en í henni sitja:


Jökull Tandri Ámundason (dalverjagodi@gmail.com)

Alda Vala Ásdísardóttir (aldavalaa@gmail.com)

Óttar Ottósson (ottarottosson56@gmail.com)

Alls hafa borist 37 lagabreytingatillögur frá þremur aðilum:
Lögsögumaður leggur fram fyrir hönd stjórnar 14 tillögur sem komu frá goðaþingi og eru staðfestar af lögréttu með lítilsháttar breytingum.
Bjarki Sigurðsson leggur fram 22 lagabreytingatillögur.
Unnar Reynisson, varamaður í stjórn, leggur fram tillögu um nýja grein í starfsreglum.

Dagskrá:

  1. Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
  2. Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar.
  3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
  4. Kosning í lögréttu.
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga, í nefndir og í aðrar trúnaðarstöður.
  6. Önnur mál.

Veturnáttablót með Önnu Leif, 26. okt

Eftir Fréttir

Vetrarnætur eða veturnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg í október til að fagna upphafi vetrar. Áður var vetrarmisseri talið á undan sumarmisseri og veturnætur því mögulega einskonar áramót. Anna Leif Auðar Elídóttir, nýr goði Ásatrúarfélagsins, heldur sitt fyrsta opinbera blót. Hún helgar blótið staðarvættum, manninum sem hluta af náttúrunni og eilífu hringferli lífsins og árstíðanna.

 

Viðburður á Facebook.

Frestur til að skila inn tillögum til lagabreytinga

Eftir Fréttir

Vegna komandi Allsherjarþings, þá er hér minnt á að samkvæmt 37. grein starfsreglna Ásatrúarfélags þarf að skila tilkynningu að tillögum til lagabreytinga með minnst sex vikna fyrirvara, og rennur sá frestur út mánudaginn 23. september næstkomandi. Hægt er að skila tillögum á netföngin skrifstofa@asatru.is og logsogumadur@asatru.is. Koma þarf fram í tilkynningu hvaða lagagreinum verður lagt til að breyta og vera skýrt í hverju tillagan er fólgin, til dæmis með tillögu að orðalagi. Endanlegt orðalag þarf að liggja fyrir þegar boðað er til allsherjarþings með tveggja vikna fyrirvara, en samkvæmt 37. greininni þarf þá að kynna tillöguna á samfélagsmiðlum félagsins.

Við minnum einnig á að á síðasta allsherjarþingi voru samþykktar breytingar á 28. grein starfsreglna félagsins. Samkvæmt núgildandi lögum þarf að skila inn framboðum til lögréttu minnst viku fyrir allsherjarþing, og þriggja manna kjörnefnd hefur nú tekið til starfa og getur tekið við framboðum. Í kjörnefnd eru Jökull Tandri Ámundason, Dalverjagoði, kjörinn af Lögréttu. Kjörin á síðasta Allsherjarþingi eru í kjörnefnd Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði og Óttar Ottóson fyrrverandi lögsögumaður.

Hér eru lög félagsins.

Siðfræðsla tímabilið 2024-2025

Eftir Fréttir
Siðfesta (heiðin ferming).
Siðfræðsla fyrir siðfestuathafnir Ásatrúarfélagsins árið 2024-2025 hefst sunnudaginn 29.september með kynningarfundi sem verður haldinn í Hofi Ásatrúarfélagsins, í hofinu við Menntasveig 15.
Fyrsti tíminn verður 24.nóv kl 13:00 í Hofi Ásatrúarfélagsins.
Fyrir þá sem eru ekki í Reykjavík, er hægt að biðja um að sækja fræðsluna rafrænt á ZOOM og hafa samband við Jóhönnu johanna@hlesey.is
Ef þið vitið um einhverja sem eiga eftir að skrá sig þá er um að gera að hafa samband við okkur í síma 561-8633, eða benda viðkomandi á að skrá sig á eftirfarandi formi.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Vatnsdæluhátíð 2024 16-18. ágúst.

Eftir Fréttir

Helgina 16.-18. ágúst verður haldin hátíð á slóð Vatnsdælasögu sem nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem við munum fagna uppbyggingu á söguslóð. Boðið verður upp á nokkrar gönguferðir á söguslóð þar sem sagt verður frá ákveðnum atburðum sem gerðust þar. Opið verður í Vatnsdælurefilinn alla helgina, sem og í Þingeyrarkirkju og á heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.

Hápunktur helgarinnar verður á laugardegi þegar Vatnsdalshólahlaupin fara fram https://netskraning.is/vatnsdalsholahlaupid/ en að þessu sinni verður Gljúfurárhlaupið 25 km, Ranhólahlaup 11 km og rathlaup 1-5km auk þess sem krakkahlaupið í kringum Skúlahól verður á sínum stað.

Í Þórdísarlundi verður krökkum boðið á hestbak, kveðnar rímur og stemmur, spiluð lifandi tónlist, sagðar sögur,farið í leiki, grillað lamb og fleira skemmtilegt og þjóðlegt brasað.

Á laugardagskvöld verða tónleikar með Hund í óskilum í Eyvindarstofu á Blönduósi kl 20:30

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.