Jólablót 2017

Eftir desember 11, 2017mars 30th, 2022Fréttir

Jólablót Ásatrúarfélagsins fer fram á vetrarsólstöðum
fimmtudaginn 21. desember n.k.

 

Blótið verður helgað í Öskjuhlíð, neðan vegslóðans við lóðina okkar stundvíslega kl. 18:00. Þar verður hin eina og sanna jólahelgi undir berum himni og eru allir hvattir til að mæta.
 
Blótveislan verður haldin á veitingastaðnum Nauthól í Öskjuhlíð, og hefst hún kl. 19:00.
Á Nauthól verður boðið upp á fjögurra rétta hlaðborð – en athugið að ekki er leyfilegt að koma með eigin áfengi á staðinn.
Jólagjafir fyrir börnin verða á sínum stað, og heyrst hefur sá orðrómur úr fjöllum að jólasveinn gæti litið við og sprellað með ungum sem öldnum gestum. Seiðkonur hjartans eru svo væntanlegar til að töfra fram gleði og söng í hverju hjarta með fögrum tónum. Jólahappdrættið verður einnig á sínum stað.
 
Blóttollur er 6.500 kr. fyrir fullorðna – en 1.000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Athugið að gefa upp nöfn gesta á skrifstofu í gegnum tölvupóst asatru@asatru.is eða í síma 561 8633.
Miða þarf að panta og greiða fyrir á skrifstofu fyrir mánudaginn 18. desember – í síðasta lagi. Ekki er hægt að kaupa miða við dyrnar.