Landvættablót

Eftir nóvember 22, 2017mars 30th, 2022Fréttir

Landvættablót verða haldin í öllum landshlutum og á Þingvöllum kl. 18:00 föstudaginn 1. desember sem hér segir:
 
Blót bergrisans, við Garðskagavita.
Safnast verður saman Röstina og blótkaffi verður þar eftir athöfn. Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blótið.
 
Blót griðungsins, við Glæsisskálann í Grundarfirði.
Blótkaffi á Kaffi Emil á eftir. Jónína Kristín Berg Þórsnesingagoði helgar blótið
 
Blót Arnarins, á Faxatrogi á Sauðárkróki.
Blótkaffi á Gott í gogginn á eftir. Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið.
 
Blót Drekans, við gosbrunninn í miðbænum á Höfn.
Blótkaffi á Kaffi Horninu á eftir. Sigurður Mar Svínfellingagoði helgar blótið.
 
Sameiningarblót verður á ÞIngvöllum við Lögberg.
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blótið.