All Posts By

Ásatrúarfélagið

Lagabreytingatillögur

Eftir Fréttir

kæru félagsmenn, athygli er vakin á því að Lögrétta leggur til eftirfarandi lagabreytingar á lögum félagsins:
 
2. grein
 
2. gr. sem nú hljóðar svo: “Siðareglur félagsins er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
Verði:
“Inntak vors siðar er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“

6. grein
 
6. gr. sem nú hljóðar svo:“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er ósiður.”
Verði:
“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er óþarft.”

 
25. grein
 
25 gr. sem nú hljóðar svo: “Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
Til allsherjarþings skal boðað í fréttarbréfi til félagsmanna minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldið á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
Verði:
“Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
 
Til allsherjarþings skal boðað í Vorum sið og auglýsa skal það á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldin á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”

 
37. grein
 
37. gr. sem nú hljóðar svo: “Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega í fundarboði til Allsherjarþings, ásamt greinargerð sem skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”
Verði:
“Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir Allsherjarþing. Breytingartillögur skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”

Blót á fyrsta degi vetrar verður haldið á Akureyri

Eftir Fréttir

 

Eins og venja er mun félagið fagna komu vetrarins með blóti fyrsta vetrardag.

Að þessu sinni 

verður blótið haldið á Akureyri og ekki seinna vænna en að taka laugardaginn 21. október frá í dagatalinu.

Blótið verður haldið í og við sal Zontaklúbbs Akureyrar við Aðalstræti 54a og hefst klukkan 19:00.
Blóttollurinn verður hóflegur að vanda en nákvæmt verð verður auglýst innan skamms. â€‹

Þagnarþulur, laugardaginn 23. september

Eftir Fréttir

Seiðlæti kynna plötuna sína Þagnarþulur í Ásatrúarfélaginu, laugardaginn 23.september kl 14:30.

Dúettinn Seiðlæti skipa þau Úní Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar galdrameistari og listamaður. Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð íslenskum gyðjum. Úní hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur.

SÖGUR – ljósmyndasýning

Eftir Fréttir

Sögur leggja land undir fót og verða til sýnis í sal Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15. Opnun sýningarinnar er laugardaginn 9. september kl. 13:00. Myndasmiðurinn er Sigurður Mar Halldórsson Svínfellingagoði. Þetta eru myndir úr bókinni Sögum sem kom út á veturnóttum í fyrra. Bókin er einskonar smásagnasafn án orða því í henni eru myndir sem gefa vísbendingar um aðstæður, atburði eða augnablik og gefa áhorfandanum svigrúm til að ímynda sér hvað sé að gerast. Þannig geta orðið til margar sögur út frá sömu mynd, allt eftir bakgrunni þess sem á horfir.

Sýningin verður opin alla virka daga frá frá 12:30 til 17:00 og laugardaga frá 14:00 til 16:00. Sýningunni lýkur 21. október.