Skip to main content
All Posts By

skrifstofa

Siðfesta (heiðin ferming) tímabilið 2023-2024

Eftir Fréttir
Siðfesta (heiðin ferming).
Siðfræðsla fyrir siðfestuathafnir Ásatrúarfélagsins árið 2023-2024 hefst sunnudaginn 1.október með kynningarfundi.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ásatrúarfélagsins, í hofinu við Menntasveig 15 og hefst kl 13:00. Einnig er hægt að sækja fræðsluna rafrænt á ZOOM fyrir þá sem ekki komast á fundinn í Reykjavík.
Ef þið vitið um einhverja sem eiga eftir að skrá sig þá er ekkert mál að hafa samband við okkur í síma 561-8633, eða benda viðkomandi á að skrá sig á eftirfarandi formi;
Þeir sem vilja vera á ZOOM, vinsamlegast senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is fyrir hvern tíma og hlekkur á ZOOM fund verður sendur á viðkomandi fyrir fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Að sverjast í fóstbræðralag. Fyrirlestur á opnu húsi næstkomandi laugardag (16.09.23).

Eftir Fréttir
Næstkomandi laugardag mun þjóðfræðingurinn Kári Pálsson halda glæsilegan fyrirlestur í samkomusalnum okkar í hofi Ásatrúarfélagsins.
Viðburðurinn „opið hús“ verður á sínum stað frá kl 14-16 og mun fyrirlesturinn hefjast fljótlega eftir að húsið opnar. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Það er takmarkað sætaval og því best að mæta tímanlega.
Um fyrirlesturinn:
Að sverjast í fóstbræðralag
Ítarlegustu og lengstu lýsingu á því þegar menn sverjast í fóstbræðralag má finna í Gísla sögu Súrssonar. Sagan lýsir atburði sem átti að gerast á 10. öld, en er líklega skráð á 13 öld.
Leiða má að því líkum að lýsing fóstbræðralagsins í Gísla sögu sé að minnsta kosti heimild um hvernig Íslendingar á 13. öld hafi skilið athöfnina, sem vekur spurningar um hvort helgisiðirnir sem lýst er í sögunni séu tilbúningur sagnaritara og/eða hvort sagan varðveiti fornt minni um myndun fóstbræðralags.
Í þessum fyrirlestri verður athöfnin athuguð út frá textafræðilegum samanburði við aðrar forníslenskar og skandinavískar heimildir. Einnig verða lagatextar og þjóðfræðilegar hefðir skoðaðar, sem geta varpað ljósi á áreiðanleika sögunnar, bakgrunn og tilgang fóstbræðralaga.
Kári Pálsson lauk Ba gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2018 þar sem hann rannsakaði íslenska hlautbolla og blótsteina frá þjoðfræðilegri nálgun.
Í febrúar á þessu ári útskrifaðist hann með meistaragráðu í Norrænni trú frá sama háskóla þar sem hann rannsakaði heiðin minni í Gísla sögu Súrssonar undir handleiðslu Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði.

Dýrafjarðarblót 08.09.23

Eftir Fréttir
Öll velkomin á blót Ásatrúarfélagsins föstudagskvöldið 08.09.23. Blótið verður haldið á víkingasvæðinu á Þingeyri í tilefni Goðaþings.
Hilmar Örn Hilmarsson helgar blótið ásamt goðafélögum.

Vetrarstarfið okkar er að hefjast!

Eftir Fréttir
Þá er vetrarstarfið okkar að byrja aftur og hefst hefðbundin dagskrá frá og með kvöldinu í kvöld. Framvegis verða því handverkskvöld á þriðjudagskvöldum og leshópar á miðvikudagskvöldum. Opna húsið verður einnig á sínum stað á laugardögum.
Dagskrá hvers atburðar verður auglýstur sér með viðburði hér á facebook og á vefsíðunni okkar: www.asatru.is
Viðburðirnir okkar eru opnir öllum og við hlökkum til að sjá ykkur!
No photo description available.