Sumarblótinu á Grundarfirði verður frestað fram eftir sumri. Nánari dagsetning verður tilkynnt hér innan bráðar.
Þá er komið að skógarblótinu sem mun eiga sér stað við Þórshamarinn í Öskjuhlíð. Boðið verður upp á kakó og kaffi ásamt einhverju bakkelsi. Óskar Bjarni Skarphéðinsson mun kveða úr Völuspá. Allir velkomnir en athöfnin hefst kl 21:00.
Loksins er komið að þingblótinu okkar eftir 2 ára hlé. Þriðjudaginn 21. júní verður sólstöðum fagnað með blóti á Þingvöllum. Athöfnin hefst kl 18:30 í Almannagjá og að henni lokinni verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt drykkjum. Allir velkomnir.
Þá er komið að því!
Alda Vala, Hvammverjagoði, mun standa fyrir gróðurblóti að Mógilsá (skógræktarstöðinni við Esjurætur), laugardaginn 28. maí nk. klukkan 14.
Það verður boðið upp á grillaðar pulsur ásamt gosi og kaffi. Allir velkomnir.
Eggjaleitin verður á sínum stað fyrir börnin.
Hlökkum til að sjá ykkur!