Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Handverkskvöld – 2018-2019

Eftir Fréttir

Velkomin í handverkshópinn
Við erum með kaffi á könnunni kl 20:00 þriðja þriðjudag í hverjum mánuði.
Við verðum að auki með handverksnámskeið í vetur, td, vattarsaum, spjaldvefnað og búningagerð.

Búningagerð – grunnur 
Námskeið í 2 hlutum 
Föstud. 28. sept og laugard. 29. sept – 
Verð 5000 – komið með hörefni (fæst í Ikea) sem þið eruð búin að þvo og þurka.

Búningagerð – framhald
föstud. 26. okt og laugard 27. okt
Verð 3000 – Komið með ullarefni (líka hægt að panta með okkur fyrir 12 okt) 

Vattarsaumsnámskeið
23 okt
Verð 5000 – nál innifalin – komið með band til að vinna með.

Spjaldvefnaðarnámskeið í 2 hlutum
föstud. 12 okt og laugard. 13 okt 
Verð 20000 fyrir bæði kvöldin – bretti og spjöld innifalin (15þ ef þið eigið spjaldvefnaðarbretti)

Skráning í gegnum tölvupóst, asatru@asatru.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Leshópurinn kominn í gang!

Eftir Fréttir

Leshópur Ásatrúarfélagsins er kominn í gang aftur eftir sumarfrí!

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00
Hópurinn ræðir um allt milli himins og jarðar ssem tengist ásatrú. Sigurdrífumál voru á dagskrá síðasta veturs og svipað efni verður tekið fyrir í ár. 
Félagsmenn og aðrir áhugasamir velkomnir.
Kaffi og gott spjall í boði.

Kynning á siðfestunámskeiði 2018-2019

Eftir Fréttir

Siðfræðslunámskeið 2018-2019
Er unglingurinn þinn að verða fullorðinn? 
Það er stór stund að ganga í fullorðinna manna tölu og viðeigandi að gera það með athöfn þar sem vinir og fjölskylda fagna saman. 
Með haustinu fer af stað siðfræðslunámskeið Ásatrúarfélagsins og eru áhugasamir hvattir til að mæta á kynningarfund laugardaginn 29 sept kl 12.

Fræðslan fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15 
síðasta laugardag hvers mánaðar eða samkvæmt samkomulagi við goða í hverju héraði fyrir sig. þar verður farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar sem byggir á eftirfarandi þáttum:

Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér
Heiðarleiki
Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra
Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum. Við leggjum sérstaka áherslu á að foreldrar / forráðamenn mæti með börnum sínum í fyrsta tíman (29. sept) þar sem námskeiðið, athöfnin og dagskrá vetrarins eru kynnt; og í síðasta tímann að vori (25. maí) en þá fer fram sérstakt útinámskeið. 

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst skrifstofunnar asatru@asatru.is þar sem fram koma fullt nafn og kennitala barns, nöfn foreldra og kennitölur, heimilisfang og símanúmer.

Verð er 40.000kr og innifalið í þeirri upphæð er fræðslan yfir veturinn, útinámskeið að vori og einstaklingsathöfn.

Kynning á siðfestunámskeiði 2018-2019

Eftir Fréttir

Siðfræðslunámskeið 2018-2019
Er unglingurinn þinn að verða fullorðinn? 
Það er stór stund að ganga í fullorðinna manna tölu og viðeigandi að gera það með athöfn þar sem vinir og fjölskylda fagna saman. 
Með haustinu fer af stað siðfræðslunámskeið Ásatrúarfélagsins og eru áhugasamir hvattir til að mæta á kynningarfund laugardaginn 29 sept kl 12.

Fræðslan fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15 
síðasta laugardag hvers mánaðar eða samkvæmt samkomulagi við goða í hverju héraði fyrir sig. þar verður farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar sem byggir á eftirfarandi þáttum:

Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér
Heiðarleiki
Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra
Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum. Við leggjum sérstaka áherslu á að foreldrar / forráðamenn mæti með börnum sínum í fyrsta tíman (29. sept) þar sem námskeiðið, athöfnin og dagskrá vetrarins eru kynnt; og í síðasta tímann að vori (25. maí) en þá fer fram sérstakt útinámskeið. 

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst skrifstofunnar asatru@asatru.is þar sem fram koma fullt nafn og kennitala barns, nöfn foreldra og kennitölur, heimilisfang og símanúmer.

Verð er 40.000kr og innifalið í þeirri upphæð er fræðslan yfir veturinn, útinámskeið að vori og einstaklingsathöfn.

Groðursetning í Baldurslundi

Eftir Fréttir

Laugardaginn 16 júni stefnum við að því að gróðursetja fleiri plöntur í reit Ásatrúarfélagsins, Baldurslundi, við Þingnes í Heiðmörk klukkan 10:30. Góð stemming hefur myndast síðastliðin ár og við viljum hvetja alla áhugasama til að mæta. 

Nú er líka gaman að rifja upp ljóð sem Sveinbjörn Beinteinsson orti 1988:

Skógarhugur

Viður er tekinn að vaxa,
vörnum í sókn er snúið.
Gagnprýði grænna faxa
gróðurveldið er búið.
Færist þá fegri litur
fjörs og máttar á landið.
Ljúfur er laufaþytur,
ljóðið hans gáskablandið.

Verkliðnum vilji nægir,
vaxtarins ármenn glaðir,
sumur seigir og hægir,
sumir örir og hraðir.
Allir að einu starfi
erfiði sínu beina.
Djarft vill hinn dáðumþarfi
dug sinn og hæfni reyna.

Burt með bölvaðan kvíða,
berum nú merkið hærra.
Þá munu verða víða
vitni um afrek stærra,
stærra og miklu meira.
Menn eiga fyrst að trúa,
síðan að sjá og heyra.
Svo skal í haginn búa.

Leita má allra leiða,
lífið á margt að gefa.
Út skal boðskapinn breiða.
Burt með kjarklausann efa.
Finna það stöðugt fleiri,
fátt er jafnvíst og þetta.
Þá verður þjóðn meiri,
þá mun kjörgróður spretta.

12.07.1988

Opinn Lögréttufundur

Eftir Fréttir

Opinn lögréttufundur verður haldinn í sal félagsins að Síðumúla 15 laugardaginn 3. mars.
Fundurinn hefst klukkan 14:30.
Á dagskrá er umræða og kynning á Hollvinasamtökum hofs í Öskjuhlíð. Tilgangur þess er að styðja við byggingu Hofsins og skipulag lóðar. Búast má við því að stofnfundur hollvinafélagsins verði að fundi loknum.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn.

Spjaldvefnaðarnámskeið í febrúar 2018

Eftir Fréttir

Á næstu handverkskvöldum Ásatrúarfélagsins verður boðið upp á grunn og framhaldsnámskeið í spjaldvefnaði þar sem Þorbjörg Elfa Hauksdóttir kennir áhugasömum að setja upp og vefa einfalt munstur. 

Fyrra námskeiðið (20.feb) er hugsað sem grunnnámskeið þar sem þátttakendur læra að setja upp einfalt munstur í spjaldvefnaði á bretti. 
Námskeiðiskostnaður er 15.000 kr á mann, vinsamlegast athugið að enginn posi er á staðnum. Innifalið er bretti og spjöld en þátttakendur þurfa sjálfir að koma með kambgarn í þeim 3-4 litum sem þeir vilja vinna með auk 2 s-króka og 2 þvingur eða stórar klemmur sem ná utanum borðbrún. 

Seinna námskeiðið (27. feb) verður framhaldsnámskeið og er opið þeim sem hafa sótt eitt af grunnnámskeiðunum. Þar verður kennd önnur uppsetningartækni á brettin og flóknara munstur. Námskeiðiskostnaður er 10.000 kr á mann, vinsamlegast athugið að enginn posi er á staðnum. þátttakendur þurfa sjálfir að koma með brettin sín, spjöld, kambgarn (í 3 litum), 2 s-króka og 2 þvingur. 

Vinsamlegast athugið að takmarkaður fjöldi kemst að og við skráningu gildir “fyrstir koma – fyrstir fá.” 
Einungis 6 pláss eru í boði á hvort námskeið.

Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Ásatrúarfélagsins, sendið póst á asatru@asatru.is eða hringið í síma 5618633 milli klukkan 12:30 og 17:00 þri-fös.

Athugið að byrgjedur geta líka sótt seinna námskeiðið ef þeir treysta sér til þess og þá verður hægt að kaupa bretti og spjöld af Þorbjörgu á staðnum fyrir 5000kr.

Níu nætur að Görðum

Eftir Fréttir

 

Fögnum hækkandi sól og sameiningu frjósemisguðsins Freys og Gerðar Gymisdóttur níu nóttum frá sólstöðum, á safnasvæðinu að Görðum Akranesi laugardaginn 30. desember.
kl 18:00.

Kaffi/kakó í Garðakaffi á eftir í boði Ásatrúarfélagsins.
Allir velkomnir

Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði