Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Dýrafjarðarblót 08.09.23

Eftir Fréttir
Öll velkomin á blót Ásatrúarfélagsins föstudagskvöldið 08.09.23. Blótið verður haldið á víkingasvæðinu á Þingeyri í tilefni Goðaþings.
Hilmar Örn Hilmarsson helgar blótið ásamt goðafélögum.

Vetrarstarfið okkar er að hefjast!

Eftir Fréttir
Þá er vetrarstarfið okkar að byrja aftur og hefst hefðbundin dagskrá frá og með kvöldinu í kvöld. Framvegis verða því handverkskvöld á þriðjudagskvöldum og leshópar á miðvikudagskvöldum. Opna húsið verður einnig á sínum stað á laugardögum.
Dagskrá hvers atburðar verður auglýstur sér með viðburði hér á facebook og á vefsíðunni okkar: www.asatru.is
Viðburðirnir okkar eru opnir öllum og við hlökkum til að sjá ykkur!
No photo description available.

Seinsumarsblót í Selárdal Arnarfirði 31. ágúst

Eftir Fréttir
Vestfjarðagoði, Elfar Logi, býður til Seinsumarsblóts í fjörunni í Selárdal Arnarfirði.
Freyr skaffar okkur veðrið og verður í aðalhlutverki enda ávallt gott til hans að huxa, hans sem ræður regni og skini sólar. Allt mikilvægt náttúru, dýrum sem mönnum. Hin dásamlega náttúra Selárdals gefur okkur líka orðin þessi einstaka leikmynd sem varð Listamanninum með barnshjartað innblástur í mörg listaverkin.
Boðið verður uppá hressingu að blóti loknu. Öll velkomin