Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Sumardagsblót í Öskjuhlíð

Eftir Fréttir

Sumardagsblótið hefst klukkan 14:00 á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl, á flötinni sunnan við lóð Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð.
Þar verða grillaðar pylsur handa börnunum og þau fá lítinn sumarglaðning. Tóti trúður verður á staðnum kl. 14:00 og um klukkan 15:00 kemur Blaðrarinn og býr til skemmtilega hluti úr blöðrum fyrir börnin.
Allir velkomnir!

Bibbi í Skálmöld og textarnir

Eftir Fréttir

Listamaðurinn Snæbjörn Ragnarsson, öðru nafni Bibbi bassaleikari og textasmiður Skálmaldar, mun verða gestur á opnu húsi hér í Síðumúla 15, laugardaginn 2. apríl kl. 14:00.
Bibbi ætlar að sitja fyrir svörum og segja meðal annars frá hugmyndunum bak við hina dýrt kveðnu texta Skálmaldar og viðbrögðunum við tónlist þeirra víða um heim.
Einstakt tækifæri til að kynnast Skálmöld í gegnum einn af listamönnunum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Goddur á opnu húsi

Eftir Fréttir

Goddur mun halda fyrirlestur um svitahof að fornu og nýju á opnu húsi, laugardaginn 19. mars kl. 14:00, að Síðumúla 15. Hann fer í gegnum heimildir og hliðstæðar hefðir um svitahof og tengir þetta saman á nýstárlegan hátt. Síðan mun Goddur svara fyrirspurnum á eftir. Allir eru velkomnir.

Vorjafndægrablót á Vesturlandi

Eftir Fréttir

Vorjafndægrablót verður haldið föstudaginn 18. mars kl. 18:00 í Einkunnum sem er fólkvangur og útivistarsvæði skammt ofan við Borgarnes. Blótið verður helgað vönum og vættum vorsins og goðmögnum gróandans.
Lyftum horni og fögnum lengri sólargangi og komandi vori!   

Til Einkunna liggur 3,5 km vegur af þjóðvegi nr. 1 við hesthúsahverfið ofan við Borgarnes. Upplýsingar hjá Jónínu K. Berg, Þórsnessgoða í síma 865-2581.

Allir velkomnir.

Síðustu dagar sýningarinnar Rýnt í rúnir

Eftir Fréttir

Listakonan Sigrún Lára Shanko verður á morgun á opnu húsi félagsins, frá kl. 14:00 til 16:00. Sigrún mun ræða við áhugasama gesti og gangandi um textílverkin sín sem prýða veggi félagsins. Þeir sem hafa ekki séð þessi fallegu textíllistaverk sem fjalla um Völuspá og Sigurdrífumál, ættu sannarlega að leggja lykkju á leið sína og kíkja við í Síðumúla 15. Kaffi og meðlæti verða á boðstólum. Allir eru velkomnir.

Þorrablót Ásatrúarfélagsins

Eftir Fréttir

Þorrablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á bóndadaginn 22. janúar í sal flugvirkjafélagsins Borgartúni 22.
Í boði er alvöru þorramatur frá Soho.
Gunnar Hrafn Jónsson skemmtir og hjónin Ragnar Ólafsson Þveræingagoði og Urður Snædal flytja minni karla og kvenna.
Eyvindur P. Eiríksson kveður drápu og Kári og Sigurboði flytja Völuspá.
Húsið opnað kl 19:30 og blót helgað kl. 20:00.
Blóttollur er kr. 6.500
Hægt er að kaupa miða á skrifstofunni eða greiða miðaverð inn á reikning félagsins: 0101-26-011444, kt. 680374-0159 í síðasta lagi miðvikudaginn 20. janúar.
ATHUGIÐ: Ekki er hægt að kaupa miða við innganginn og ekki verður bókað inn á blótið eftir 20. janúar. Miðar greiddir inn á bankareikning eftir 20. janúar verða endurgreiddir.

NÍU NÆTUR

Eftir Fréttir

NÍU NÆTUR
Fögnum hækkandi sól. Hátíðablót Ásatrúarfélagsins við Garða á Akranesi verður haldið á gamlársdag 31. desember kl. 16:00.
Níu nóttum frá sólstöðum helgum við sólinni, Frey og Gerði Gymisdóttur hátíðastund við eld í hringnum bakvið safnahúsið á Görðum. Eftir athöfnina verður boðið upp á heitan drykk í stúkuhúsinu. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði helgar blótið og listakonan Elaine ní Cuana sér um tónlistina. Allir eru velkomnir!

Jólablót á vetrarsólstöðum 22. desember

Eftir Fréttir

Jólablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á vetrarsólstöðum þriðjudaginn 22. desember.
Blótið verður helgað í Öskjuhlíð, neðan vegarslóðans við lóðina okkar stundvíslega kl. 18:00. Þar verður hin eina og sanna jólahelgi undir berum himni og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta.
Jólablótsveislan verður haldin í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni 22, húsið verður opnað kl. 19:00 og í boði er glæsilegt jólahlaðborð og kaffi á eftir.
Allsherjargoði helgar blótið og börnin tendra jólaljósin og fá glaðning.
Duo Stemma skemmtir börnum og fullorðnum og tekur lagið.
Dregið verður úr númeruðum miðum í jólahappdrættinu.
Steindór Andersen kveður rímur.
Blóttollur er kr. 5000 fyrir fullorðna en börn undir 12 ára aldri fá frítt inn.
Hægt er að kaupa miða í blótveisluna á skrifstofunni á opnunartíma, en einnig má greiða miðana í netbanka inná reikning 0101-26-011444 kt. 680374-0159. Greidda miða má sækja við innganginn, en gæta verður þess að láta senda kvittun á asatru@asatru.is þar sem tilgreint er nafn greiðanda og fjöldi miða fyrir fullorðna og börn.
ATH. miðar verða EKKI seldir við innganginn.

Rýnt í rúnir

Eftir Fréttir

Listakonanan Sigrún Lára Shanko mun opna sýningu í sal Ásatrúarfélagsins, laugardaginn 12. desember kl. 13:00. Sigrún sérhæfir sig í textílmálun á silki og hefur einbeitt sér við að finna sinn eigin stíl í þeim efnum en viðfangsefni hennar eru hinar fornu Eddur. Hún hefur líka undanfarin ár hannað gólf- og veggteppi úr íslenskri ull sem vakið hafa verðskuldaða athygli um allan heim. Á sýningunni sýnir Sigrún silkiverk úr Völuspá, Ragnars sögu loðbrókar og Sigurdrífumálum. Listamaðurinn mun segja aðeins frá sér og sínu og hvar hún leitar að innblæstri. Léttar veitingar verða í boði og allir eru hjartanlega velkomnir.

Staðsetning blóta breytist vegna veðurs

Eftir Fréttir

Sameiningarblótið sem átti að vera á Þingvöllum í dag, 1. desember kl. 18:00, verður fært í Öskjuhlíðina hjá minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði mun helga blótið.

Landvættablótið sem halda átti í Víkingaheimum í Keflavík fellur niður.

Landvættablótið sem átti að vera í Einkunnum í Borgarnesi verður fært í Hafnarskóg, við sumarbústað Jónínu K. Berg Vesturlandsgoða. Nánari upplýsingar um staðsetningu er í síma 865-2581.