Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Salaleiga

Eftir Fréttir

Þar sem félagið er ekki lengur í Síðumúlanum er enginn salarleiga í boði.
Sem stendur er aðstaða enn ófullnægjandi við hofsvæðið við Menntasveig og engin aðstaða þar að svo stöddu.

Allsherjaþing

Eftir Fréttir

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins verður haldið í Síðumúla 15 laugardaginn 28. október.

Fundurinn hefst kl. 14:00 og verður dagskrá á þessa leið:
 
Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
Reikningar félagsins bornir upp til umræðu og staðfestingar.
Lagabreytingar lögréttu.
Kosning í lögréttu.
Kosingar skoðunarmanna, nefnda og aðrar kosningar eftir þörfum.
Önnur mál. 

Félagsmenn velkomnir.
.                                          

Lagabreytingatillögur

Eftir Fréttir

kæru félagsmenn, athygli er vakin á því að Lögrétta leggur til eftirfarandi lagabreytingar á lögum félagsins:
 
2. grein
 
2. gr. sem nú hljóðar svo: “Siðareglur félagsins er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
Verði:
“Inntak vors siðar er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“

6. grein
 
6. gr. sem nú hljóðar svo:“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er ósiður.”
Verði:
“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er óþarft.”

 
25. grein
 
25 gr. sem nú hljóðar svo: “Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
Til allsherjarþings skal boðað í fréttarbréfi til félagsmanna minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldið á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
Verði:
“Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
 
Til allsherjarþings skal boðað í Vorum sið og auglýsa skal það á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldin á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”

 
37. grein
 
37. gr. sem nú hljóðar svo: “Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega í fundarboði til Allsherjarþings, ásamt greinargerð sem skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”
Verði:
“Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir Allsherjarþing. Breytingartillögur skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”

Blót á fyrsta degi vetrar verður haldið á Akureyri

Eftir Fréttir

 

Eins og venja er mun félagið fagna komu vetrarins með blóti fyrsta vetrardag.

Að þessu sinni 

verður blótið haldið á Akureyri og ekki seinna vænna en að taka laugardaginn 21. október frá í dagatalinu.

Blótið verður haldið í og við sal Zontaklúbbs Akureyrar við Aðalstræti 54a og hefst klukkan 19:00.
Blóttollurinn verður hóflegur að vanda en nákvæmt verð verður auglýst innan skamms. â€‹

Þagnarþulur, laugardaginn 23. september

Eftir Fréttir

Seiðlæti kynna plötuna sína Þagnarþulur í Ásatrúarfélaginu, laugardaginn 23.september kl 14:30.

Dúettinn Seiðlæti skipa þau Úní Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar galdrameistari og listamaður. Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð íslenskum gyðjum. Úní hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur.