Þar sem félagið er ekki lengur í Síðumúlanum er enginn salarleiga í boði.
Sem stendur er aðstaða enn ófullnægjandi við hofsvæðið við Menntasveig og engin aðstaða þar að svo stöddu.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá ljósmyndasýningu Sigurðar Mar Svínfellingagoða sem ber heitið “Sögur”.
Sýningunni lýkur föstudaginn 3. Nóvember.
Þá er gaman að benda á að myndirnar eru allflestar til sölu og rennur ágóðinn til hofins okkar í Öskjuhlíð.


Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins verður haldið í Síðumúla 15 laugardaginn 28. október.
Fundurinn hefst kl. 14:00 og verður dagskrá á þessa leið:
Skýrsla lögréttu borin upp til umræðu og staðfestingar.
Reikningar félagsins bornir upp til umræðu og staðfestingar.
Lagabreytingar lögréttu.
Kosning í lögréttu.
Kosingar skoðunarmanna, nefnda og aðrar kosningar eftir þörfum.
Önnur mál.
Félagsmenn velkomnir.
.


Þann 21. október næstkomandi munum við halda helgiathöfn á lóð félagsins í Öskjuhlíðinni.
Haukur Bragason helgar blótið klukkan 18:00.
Allir velkomnir
Við bendum á að það eru næg bílastæði við Nauthól.
kæru félagsmenn, athygli er vakin á því að Lögrétta leggur til eftirfarandi lagabreytingar á lögum félagsins:
2. grein
2. gr. sem nú hljóðar svo: “Siðareglur félagsins er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
Verði:
“Inntak vors siðar er einkum að finna í Hávamálum. Helsta inntak siðarins er ábyrgð einstaklings á sjálfum sér og gerðum sínum. Siðurinn byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni.“
—
6. grein
6. gr. sem nú hljóðar svo:“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er ósiður.”
Verði:
“Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en trúboð er óþarft.”
—
25. grein
25 gr. sem nú hljóðar svo: “Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
Til allsherjarþings skal boðað í fréttarbréfi til félagsmanna minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldið á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
Verði:
“Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á Allsherjarþingi.
Til allsherjarþings skal boðað í Vorum sið og auglýsa skal það á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir þing. Allsherjarþing skal haldin á þeim stað sem lögrétta ákveður hverju sinni. Allsherjarþing er aðeins lögmætt að til þess sé löglega boðað. Verkefna þingsins skal getið í fundarboði.”
—
37. grein
37. gr. sem nú hljóðar svo: “Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega í fundarboði til Allsherjarþings, ásamt greinargerð sem skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”
Verði:
“Tillögur að breytingum á lögum og reglum félagsins þurfa að hafa verið kynntar rækilega á vefmiðlum félagsins minnst tveimur vikum fyrir Allsherjarþing. Breytingartillögur skulu hafa borist lögsögumanni eigi síðar en sex vikum fyrir þingið.”
.jpg)
Laugardaginn 21. Október munu Hornfirðingar fagna komu vetrar.
Blótið verður haldið við Sílavík og helgað Frigg og Freyju, uppskeru haustsins og hringrás lífsins.
Allir velkomnir.
Eins og venja er mun félagið fagna komu vetrarins með blóti fyrsta vetrardag.
Að þessu sinni 
verður blótið haldið á Akureyri og ekki seinna vænna en að taka laugardaginn 21. október frá í dagatalinu.
.jpg)
Blótið verður haldið í og við sal Zontaklúbbs Akureyrar við Aðalstræti 54a og hefst klukkan 19:00.
Blóttollurinn verður hóflegur að vanda en nákvæmt verð verður auglýst innan skamms. ​
Siðfræðsla fyrir þá sem hyggja á siðfestuathöfn á næsta ári hefst laugardaginn 30. september. Fræðslan fer fram í Síðumúla 15 og hefst klukkan 12:00.
Vinsamlega skráið ykkur á skrifstofu: asatru@asatru.is eða johanna@asatru.is.
Seiðlæti kynna plötuna sína Þagnarþulur í Ásatrúarfélaginu, laugardaginn 23.september kl 14:30.
Dúettinn Seiðlæti skipa þau Úní Arndísar seiðkona og tónlistarkona, og Reynir Katrínar galdrameistari og listamaður. Reynir skrifaði Þagnarþulur – ljóð tileinkuð íslenskum gyðjum. Úní hefur samið tónlist við ljóðin. Þau hafa unnið að þessu verkefni í yfir 14 ár og gefa nú út plötuna Þagnarþulur.