Minnum á opna húsið okkar núna á laugardaginn 5. ágúst. Kaffi á könnunni og þú ert velkomin/nn!
Opið hús á morgun í hofinu okkar að Menntasveigi 15. Kaffi á könnunni!
Nú líður að árlegu blóti í Suðurlandsgoðorði. Haukur Bragason stendur fyrir blóti í lystigarðinum á Fossflöt í Hveragerði sunnudaginn 30. júlí kl. 13:00. Inngangur er á horni Breiðamerkur og Skólamerkur. Blótið verður helgað Nirði. Öll eru velkomin.

Miðsumarsblóti á Stykkishólmi sem átti að eiga sér stað 23. júlí n.k. hefur verið frestað um óákeðinn tíma. Um leið og ný dagsetning verður fundin fyrir blótið að þá verður það auglýst hér og á heimasíðu okkar www.asatru.is
Við kynnum með stolti Jökul Tandra Ámundason sem nýjan goða Ásatrúarfélagsins. Vígsla Jökuls fór fram á Þingblótinu okkar fimmtudaginn 22. júní síðastliðinn.
Jökull Tandri hefur nú formlega tekið við embætti sem Dalverjagoði.
(Mynd af Jökli: Sædís Hrönn Haveland)


Við minnum á opið hús á morgun frá kl 14-16! Kaffi á könnunni og þið eruð öll velkomin í heimsókn.
Sameiginlegt blót Ásatrúarfélagsins og Skógræktarfélags Reykjavíkur á Skógardaginn 24. Júní.
Blótið hefst kl 17:00 en við hittumst við hofið okkar. Boðið verður upp á ketilkaffi. Þið eruð öll velkomin.
Sumarsólstöðum verður fagnað víða á landinu í þessari viku. Hér er listi yfir þau blót sem helguð verða í nafni félagsins:
– Sumarsólstöðublót á Hamarkotstúni á Akureyri 21. júní kl 18:00. Ragnar Ólafsson helgar blótið.
————————————————————————–
– Sumarsólstöðublót í Ásheimi í Skagafirði 21. júní kl 18:00. Grillið verður heitt en það sem er sett á grillið verður fólk að taka með sér sjálft. Árni Sverrisson Hegranesgoði mun helga blótið.
————————————————————————–
– Sumarsólstöðublót í Grundarfirði 21. júní kl 18:00. (hlekkur á atburð): https://www.facebook.com/events/595285155762690?ref=newsfeed
Fagnað verður lengstum sólargangi og lyft horni til heilla goðum og góðum vættum. Eftir athöfn verða grillaðar pylsur með drykkum og kaffi í meðlæti: einnig hægt að koma með sinn kost eða skella einhverju á grillið. Félagar og gestir, ávallt velkomin öll.
Jónína Vestlendingagoði helgar blótið.
————————————————————————–
Þingblót á Þingvöllum 22. júní kl 18:00 (hlekkur á atburð): https://www.facebook.com/events/6199807190074974?ref=newsfeed
Á Þórsdegi í 10. viku sumars, þ.e. 22. júní næstkomandi verður að venju blótað á Þingvöllum með glæsibrag.
Blótið verður mikið hátíðarblót með innsetningu nýs goða í embætti.
Safnast verður saman kl 18:00 og gengið að Lögbergi í Almannagjá. Athöfnin hefst þar kl 18:30.
Í kjölfar blóts verður boðið upp á grillveislu og með því.
Þið eruð að sjálfsögðu öll velkomin að mæta og taka þátt í fögnuðinum!
