Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Landvættablót 1. desember 2016

Eftir Fréttir

Landvættablót verða haldin á fimm stöðum á landinu fimmtudaginn 1. desember og hefjast þau öll klukkan 18:00. Eftir blót býður félagið upp á kaffi eða kakó og spjall.
Blót bergrisans verður við Garðskagavita, nánar tiltekið við Röstina. Eftir blótið verður safnast saman á Röstinni.
Blót griðungsins verður við Glæsisskála í Grundarfirði. Eftir blótið verður farið á Kaffi Emil.
Blót arnarsins verður á Hamarskotstúni  á móti sundlaug Akureyrar.
Blót drekans verður við Fjörusteina á Fljótdalshéraði sunnan við norðurenda Lagarfljótsbrúar. Á eftir verður safnast saman á Bókakaffi.
Sameiningarblót verður við Lögberg á Þingvöllum.
Allir velkomnir.

Hvað er á himni?

Eftir Fréttir

Margt í orðaforðanum á sér rætur í annarri menningu en nú ríkir og þar með í öðrum hugarheimi en við lifum í. Algengt dæmi um þetta er orðið eldhús um það rými í híbýlum og vinnustöðum sem nýtist til matreiðslu. Ekkert skilyrði er að eldur komi þar við sögu eins og var þó sjálfsagt mál í fornum hlóðaeldhúsum. Orðið hefur haldið sér en kemur stöðugt upp um rætur sínar í forneskjunni.

Námskeið í landnámsklæðagerð fyrir karla og konur

Eftir Fréttir

Elín Reynisdóttir úr Rimmugýgi verður með námskeið í landnámsklæðagerð kl. 20:00 þriðjudaginn 15. nóvember  í Síðumúla 15.
Elín kemur með falleg efni á góðu verði og hægt er að byrja strax að sníða. Einstakt tækifæri til að koma sér upp flottum búningi sem endalaust má svo bæta við.
Frítt fyrir félagsmenn, en kr. 2.500 fyrir aðra. Skráning á skrifstofunni í síma 561-8633 og hér á facebook.

Girndarráð – fyrirlestur

Eftir Fréttir

Sella Pálsdóttir rithöfundur mun halda fyrirlestur í Síðumúla 15, næsta laugardag 12. nóvember kl. 14:30 um nýútkomna skáldsögu sína, Girndarráð. Sagan er byggð á Skáldhelgarímum.

Árið 1000 heillast Þorkatla og Helgi hvort af öðru og þrá ekkert fremur en að ganga í hjónaband. Faðir Kötlu er valdamikill og skapstór höfðingi sem meinar þeim að eiga í samskiptum. Þrályndi elskendanna, mótlætið í þjóðfélaginu og bráðlyndi Helga reyna á ástarsamband þeirra svo árum skiptir.

Skáldsagan Girndarráð litast af hugarfari Íslendinga á 11. öld, þar sem Ásatrú, galdrar, kristni og ástarmál stönguðust gjarnan á. Inn í skáldsöguna fléttast merkismenn sem voru samtíðarmenn Helga samkvæmt Íslendingasögum. Girndarráð er byggð á Skáldhelgarímum sem voru ortar eftir týndri sögu af Skáld-Helga. Rímurnar finnast í fornritum og voru samdar á 14. eða 15. öld.

Bláklædda konan

Eftir Fréttir

Marianne tóvinnukona mun endurtaka fyrirlestur um bláklæddu konuna laugardaginn 5. október í Síðumúla 15, kl 14:30.
Fyrirlesturinn byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í kumli á Austurlandi. Rannsóknirnar geta gefið okkur svör um aldur konunnar, hvaðan hún kom og gefið vísbendingar um útlit hennar, textíl og klæðaburð.

Handverkskvöld 18. október

Eftir Fréttir

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem áhuga hafa á allskonar handverki. Hittast, læra hver af öðrum, sýna sig og sjá aðra. Það er alltaf heitt á könnunni og eitthvað góðgæti í boði. Fáum stundum fagaðila með kennslu, fyrirlestra og kynningar um áhugavert handverk og það sem því tengist. Allir félagsmenn velkomnir.

Við höfum verið með kennslu m.a. í vattarsaumi, tóvinnu, jurtalitun ofl.

Veturnáttablót 22. október

Eftir Fréttir

Veturnáttablót Ásatrúarfélagsins verður haldið á fyrsta vetrardegi, þann 22. október nk. í Síðumúla 15.
Að þessu sinni verður matur frá Culina, Steindór mun kveða, töframaður mætir á svæðið ofl.
Húsið opnar kl. 19:00 og blóttollur er 3,500 kr. Takmarkað magn miða er í boði og panta þarf á skrifstofu í síma 561-8633 eða á asatru@asatru.is
Ekki verður hægt að kaupa miða við dyrnar.

Barnagaman á sunnudögum

Eftir Fréttir

Barnagaman Ásatrúarfélagsins hefst að nýju sunnudaginn 9. október kl. 14:00.  Allir krakkar eru velkomnir með foreldrum sínum að taka þátt í skemmtilegri dagskrá sem auglýst er sérstaklega í hvert sinn. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Barnagamans.
https://www.facebook.com/groups/853254824753897/

Haustjafndægurblót í Hlésey

Eftir Fréttir

Blót verður haldið á haustjafndægrum, fimmtudaginn 22. september að Hlésey í Hvalfjarðrsveit. Blótið hefst klukkan 19:00 og þá verður gengið að hofinu (örstutt). Þar þökkum við fyrir dásamlegt sumar og biðjum um góðan vetur, syngjum, fáum okkur einhverja hressingu og eigum góða stund saman.