Gerður Kristný heldur fyrirlestur um ljóðabálkinn sinn Blóðhófni, hér hjá Ásatrúarfélaginu, laugardaginn 24. september kl. 14:30. Gerður Kristný heillaðist ung að norrænni goðafræði og hefur oft vísað í hana í verkum sínum. Árið 2010 fékk hún íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabálkinn sem byggður er á Skírnismálum en þar er sögð sagan af Frey, Skírni og Gerði Gymisdóttur. Allir eru velkomnir.
Nýrækt er auðvelt að finna en keyrt er upp með kirkjugarðinum að skógræktinni og eru þar bekkir, borð og grillaðstaða í skjólgóðu rjóðri, svo að hver og einn getur haft meðferðis eitthvað gott á grillið eða annan kost að egin vali. Á staðnum verða glóandi kol, drykkir og pylsur.
Haustlitirnir eru uppá sitt besta og veðurhorfurnar lofa góðu.
Tendraður verður varðeldur, trommað, kveðið, spjallað og leikið sér.
Siðmálaathöfnin getur farið fram á hefðbundnu blóti úti eða inni, að undangenginni fræðslu hjá einum eða fleiri goðanna þar sem farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar; það er: Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleiki, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi.
Gorms saga gamla, einnig nefnd Þorkels saga aðalfara, er varðveitt í alls tíu íslenskum handritum frá 17. öld og síðar. Sagan var einnig þekkt á miðöldum í Gesta Danorum, riti Saxa málspaka frá 12. öld, en tilfærsla sögunnar frá Danmörku til Íslands virðist háð siðbreytingunni árið 1550.
Frásögn Saxa var fyrst þýdd yfir á íslensku á 17. öld og er varðveitt í þremur gerðum. A-gerð samanstendur af þremur textavitnum, sem öll eru að vísu sjálfstæðar þýðingar á frásögninni, en fylgja engu að síður frumheimild sinni dyggilega auk þess sem þau nafngreina Saxa málspaka sem
heimildarmann. B-gerð textans, sem er jafnframt sú elsta sem varðveitt er í íslenskum handritum, fylgir A-gerðinni náið en skrifari hefur þó aukið lítillega við textann. A- og B-gerðir sagnanna einkennast af miklum lærdómi, þar sem boðskapur sögunnar er í fyrirrúmi. Að lokum er það C-gerð, sem hefur einangrast sýnilega frá frásögn Saxa og líkist mun
fremur ævintýrasögu, þar sem skemmtanagildi hennar vegur þyngra en boðskapur og lærdómur er ekki jafn áberandi. Sagnagerðirnar virðast hafa þróast í takt við samfélagslegar breytingar sem hafa knúið áfram yfirfærslu þeirra úr rými lærðra skrifara, sem lögðu ríka áherslu á kristilegan lærdóm, yfir í rými alþýðlegra skrifara, sem lögðu áhersluþungann á sagnaskemmtunina.
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að blaðið, Vor siður er komið út í nýrri mynd. Flestir af okkar félagsmönnum ættu nú þegar að hafa fengið gripinn í hendur. Blaðið verður líka selt fljótlega á nokkrum vel völdum sölustöðum. Jóhanna G. Harðardóttir Kjalnesingagoði ritstýrði blaðinu sem er fullt af fjölbreyttu efni. Stórar og smáar greinar prýða blaðið, viðtöl, frásagnir, sérsmíðuð krossgáta og margt fleira. Myndirnar sem prýða blaðið eru margar og fallegar enda færir ljósmyndarar þar á ferð. Það eru þau Ásgeir Ásgeirsson (Geirix) og Silke Schurack. Um útlit og umbrot sá Gréta Hauksdóttir. Umsjón dagatals var Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði.
Þingblót Ásatrúarfélagsins verður haldið á þórsdag í tíundu viku sumars við Lögberg á Þingvöllum.
Allsherjargoði helgar blótið kl. 18:15 og þegar athöfninni lýkur göngum við saman niður á vellina, grillum og gleðjumst saman.
Félagið mun reisa tjaldborg í skjóli furanna á völlunum eins og áður og félagið sér um að koma grillaðstöðu í gagnið, sem allir gestir geta nýtt sér að vild. Mælt er með að fólk taki með sér mat sem þarf ekki langan eldunartíma því margir þurfa að nota grillin. Börn fá pylsur í boði félagsins og sungið verður saman og spjallað. Allir velkomnir!
Gróðursetning við Þinganes í Heiðmörk 18. júní 2016. Það er komið sumar og gaman að vera úti við að gróðursetja í skógarreit félagsins.
Við hittumst kl. 11:00 við gatnamótin að Elliðaárbænum og förum þaðan saman að reitnum. Trjáplöntur og verkfæri verða á staðnum. Smá hressing verður í boði félagsins.
Margar hendur vinna létt verk.
Allir velkomnir!
Árlegt Mógilsárblót verður haldið laugardaginn 28. mai kl 14:00 við Skógræktarstöðina í landi Mógilsár í Kollafirði.
Alda Vala Ásdísardóttir helgar blótið og síðan verður grillað spjallað og skemmt sér fram eftir degi í fögru umhverfi.
Munið að taka með ykkur eitthvað á grillið og klæða ykkur eftir veðri þótt alltaf sé skjól í skóginum. Allir velkomnir!
Munið siðfræðsluna laugardaginn 30. apríl.
Þetta er síðasti fræðslutíminn þennan vetur, en hann verður helgaður umgengni við landið okkar og útivist og haldinn í Skógræktarstöðinni við Mógilsá.
Mætið með Hávamálin eins og venjulega, en að þessu sinni verður m.a. fjallað um athöfnina sjálfa.
Sigurblót ásatrúarfóks fyrir austan fer fram á sumardaginn fyrsta við Blöndalsbúð í Eyjólfsstaðaskógi og hefst blótið kl. 17:00
Blöndalsbúð opnar kl. 16:00. Heitt verður á könnunni og geta menn tekið með sér nesti. Grillaðar verða Goðapilsur á eldpönnu goðans.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar gefur Baldur í síma 861 2164.
Kveðja Freysgoði